Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 14

Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 14
206 L JÓSBERINN óvin sinn stundum í fjarlægð, gat hann, varla stil.lt sig um að ráðast á hann. En nú reið á því mest af öllu, þegar lausnar- stundin var að renna upp, að eyðileggja nú ekki allt með glannaskap. Herra Nathanael Forster, sem hafði fengið að vita, hver þessi tiltakanlega. hör- undsijósi þræll var, lét heldur ekki í Ijósi neina ósk um að kynnast honum nánar. Hann virtist sneiða hjá Lénharði eins og Lénharður forðaðist hann. Þetta réðist því allt. miklu, betur en hinn ungi vinur okkar hafði gert sér í hugar- lund. Auk þess eignaðist hann einnig mik- ið gleðiefni þessa daga. Sammy færði hon- um aftur bréf frá Filippusi, jafn ástúðlegt og hið fyrra. Vinurinn lét í Ijósi gleði sína yfir því, að Norðurríkin, sem að þessu höfðu ekki verið sigursæl á vígvellinum, tóku nú að bera hærri hluta. Með bréfinu fylgdi mjög vel búinn bögg- ull. Og þegar Lénharður opnaði hann, glóði gullið. Hundrað agnarlitlir gullpeningar, hver einn gulldalur. Það kvöld ríkti ánægjan í þrælakofum Duncans;. Sammy fékk 25 af þessum >gull- englum« í sinn hluta. 25 var útbýtt til hinna þrælanna, og átti því Lénharður einungis helminginn eftir. Hann áleit, að þessara peninga myndu verða full nauðsyn við hinn fyrirhugaða flótta, og af því að hann vissi ekki nær úrslitaaugnablikið myndi koma, og hversu bráðlega myndi þurfa til að taka, sá ha,nn, að bezt væri að geyma peni.ngana, svo að þeir væru allt; af hand- bærir. Vissast af öUu, var að bera þá á sér. Með aðstoð Sammys gat hann búið sér holt belti úr bómullardúk, peningakött, sem hann bar um mittið á berum líkam- anum. Samkvæmt ákveðinni ósk Filippusar brenndi hann undir eins bréfi, hans. Á meðan forlögin brostu þannig við Lén- harði og bann var í góðu skapi og glað- ari en hann hafði nokkru sinni verið eftir dauða, frænda síns, var hinn ungi herra Benjamín Duncan engan veglnn ánægður með lífið. Hann var fyrir löngu kominn í ónáð hjá föður sínum, sem hafði þver- tekið fyrir það að láta hann fá vaeapen- inga. Nú átti hann einungis móður sína í pokahorninu, enda hafði hann krækt. margan hálfan og heilan dalinn út úr henni. En nú hafði, hinn hjartakaldi faðir hans einnig lokað þessari líknarlind. Og nú þurfti hinn góði Benjamín verulega á peningum að halda. Hann var ákafur sæt- indabelgur og fór oft í sætabrauðsbúöina og þar komst hann í félagsskap við aðra »syni feðra sinnax<, sem voru líkt skapi farnir og hann sjálfur. Og þrátt fyrir æsku sína, var hann mjög sólginn í fjárhættu- spil. Hann var meðlimur í spilaklúbb drengja, og þangað ultu á veltiárum hans margir silfurdalir hans. En nú var öllu þessu lokið. Hann hafði orðið að fá lán í sætabrauðsbúðinni, og auk þess stóð hann í drengskaparskuld. Það var spilaskuld. Síðasta von hans var hinn vell- auðugi og býlífi Nathanael Forster, en því miður hafði þessi herra verið leiðinlega sljór á hljóðpíputóna Benjarníns. Það var engu tauti við herra Forster komið í þeijn efnum. Það var þess vegna ekki neitt undarlegt, að á sama tíma, sem andlit Lénharðar varð glaðlegra og bjartara, varð ásjóna Benja- míns skuggalegri og áhyggjufyllri. Ha.nn var að brjóta heilann um þessa miklu ráð- gátu, hvaðan hann ætti að fá peninga, áð- ur en sætabrapðskaupmaðurinn kæmi með reikninginn til þess að sýna, herra Duncan. Nokkrum dÖgum eftir að Lénharður hafði fengið bréfið frá Filippusi var mikil veizla hjá friðdómara, og gestir bæði, úr borginni og utan úr sveitinni. Það var óhemjan öll að gera í eldhúsinu, og Lén- harður hafði orðið að þræla í að bera vatn og vinna erfið s,törf, se,m húsmóðir hans hafði svo gaman af að láta hann basla vi;ð að gera. Um, kvöldið, þegar á var komin kyrrð og næði, gekk hann ofurlítið fram og aft-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.