Ljósberinn - 01.09.1939, Qupperneq 15
LJÓSBERINN
207
u.r í húsagarðinum og gleymdi hinum sár-
verkjandi og þreyttu limum sínum, en
sökkti sér niður í umhugsunina, um hinn
fyrirhugaða flótta. Hið æfintýralega og
hættulega, sem, stóð í sambandi við þetta
gerði málið enn eftirsóknarverðara, og
skemmtilegra. 1 þessu hugarfarsástandi og
fullur vonar og tilhlökkunar gekk hann
fram með hlið aðalhússins. Voru þar allir
gluggar ljóma,ndi af ljósadýrð, og stóðu
flestir opni,r. Raddir heyrðust, út um glugg-
ana á samkomusalnum. Þar var einhver
að lesa upphátt og allt af verið að taka
fram i fyrir honum með lófaklappi og
hlátrasköllum. Lénharður beygði fyrir
hornið á húsinu og gekk niður malborna
hliðargötu, sem lá heim að eldhúsinu. En
þar nam hann allt í einu staðar. Uppi í
einum glugganum sá hann, dökka, manns-
mynd og á næsta augnablikki stökk mað-
ur niður á malarganginn, féll áfram, en
reis skjótt á fætur. Ljósbjarmi úr eldhús-
glugganum skein á andlit manns þessa, og
Lénharður hrökk e.itt. skref aftur á bak,
og kallaði undrandi:
»Herra Benja;mín, eruð það þér? Hvað
eruð þér að hafast að?«
Orð þessj hrukku ósjálfrátt fram úr hon-
um, En, svarið varð honum þó enn meira
undrunarefni, því Benjamín hrópaðf eins
og ha,nn hafði orku til: »Þjófar! þjófar!«
Hinn glymjandi herlúður, sem skyndi-
lega og fyrirvaralaust kallar hermennina
til vopna, gat ekki haft meiri áhrif en
öskrið úr Benjamín. Allar samræður og
allir hlátrar duttu skyndijega í dúnalogn.
Það var dauðaþögn um stund, en svo gall
allt í einu við skræk og hjáróma kven-
mannsrödd:
»Hvað kom fyrir, Benjamín minn?«
Frú Duncan kom æðandi og þaut og
skrjáfaði í silkikjól hennar.
Lénharður stóð hreyfingarlaus eins og
þrumu lostijin,. Loks gat han,n stunið upp:
»Eruð þér orðinn vit,skertur?«
Benjamín svaraði með því að ráðast á
Lénharð og halda hpnum og æpa síðan af
öllum mætti:
»Haldið honum og látið han,n ekki sleppa.
Hann hefir stolið«.
Lénharður reif sig af honum, og hratt
honurn ómjúklega frá sér. En svo fann
hann að þrifið va,r í herðar honum, og
heyrði rödd friðdómarans við eyra sér:
»Hvað gengur hér á? Hefi ég ekki bann-
að þér að vera í áflogum við Benjamín?«
Afarmikill raddakliður heyrðist aö baki
herra Duncans. Allir gestirnir höfðu safn-
ast þarna sa.man. Lénharður fann ilm-
bylgju svífa umhverfis sig. Suimir hlógu að
þessum ímynduðu áflogum þessara svein-
staula, en aðrir spurðu hvar þjófurinn
væri.
Nú gat Benjamín loksins komist að að
tala, og byrjaði hann ræðu sína ísmeygi-
lega og sannfærandi:
»Mér var illt, í höfðinu og gekk því út,
til þess að draga að mér ferskt lpft«.
»Hann lýgur«, greip Lénharður fram í.
»Kyrrir«, hrópaði friðdómarinn.
»Þega,r ég kom hér fram hjá, stökk Lén-
harður út um gluggann þarna«, sagði
Benjamín ennfremur, um leið og hann
benti upp, »hann velti mér um koll«, mælti
hann ennfremur, og sýndi þeim sandinn
á buxnaskálmum sín,u,m, »en, ég stökk á
fætur og hélt honíum föstum«.
Fagnaðaróp gall við frá nokkrum hluta
mannfjöldans, svo að ekkert heyrðist af
því, sem Lénharður vildi segja. Honum
fa,nnst að hann ætlaði að kafna af bræði,
og gat hann varla komið upp nokkru orði.
Friðdómarinn þagði. Hann þekkti bæði son
sinn og Lénharð, og virtist, þetta harla
ótrúlegt.
Nathanael. Forster var sá fyrsti, er tók
til máls. Hann ruddist fram, og mælti:
»Þessi gluggi er á herberginu mínu. Það
er þess vegna vissast að ég rannsaki það,
og athugi hvort nokkru hafi verið stolið
eða ei,nhverju s,pillt«.
»Já, það er alveg rétt. Það verður að