Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 18

Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 18
210 LJÓSBERINN honum brátt sjónum, en hann gat séð bjarmann frá götuljósum borgarinnar, og eftir nokkurra stunda erfitt ferðalag, komst hann inn á akbraut og gat gengið þar harðara,. Hann nam þó staðar andar- tak, til þess ad líta í kring um sig, áður en hann vogaði sér inn á það svæði, er lá í ljósbjarmanum frá hinum daufu Ijósker- um, en allt var hljóðláttog mannlaust. Hann þurfti aðeins einu sþini að skjótast í húsa- sund, til þess, að fela sig, þegar hann heyrði varðmann nokkurn nálgast. Loks var hann kominn að húsi herra Strettons, en þar mætti honum nýr og ó- væntur farartálmi. Til þess að vekja heim- ilisfólkið varð hann að r.ota dyrahamarinn, sem samkvæmt enskum sið er við allar húsdyr. Þetta var alltof hættulegt. En hús- ið var aðgreint frá götunni með luralegri, rimlagirðingu. Verið gat, að hann gæti klifrað yfir hana. Samt, gætti hann vel að öllu í allar áttir og hlustaði. En brautin vai áreiðanlega mannlaus, sérstaklega. nú, eft- ir að farið var að stórrigna. Hann verkjaði í alla limi eftir nokkur ómjúk högg, sem hann hafði fengið, þegar hann var sJiti,nn frá herra Forster, og það var heldur eng- inn hægðarleikur að klifrast yfir giróing- una. En þetta tókst þó að lokum og hann stóð inni í húsagarðinum, og þar var til allrar hamingju, enginn hundur. Hann var vel kunnugur þarna og komst inn í smíðahús eitt. Með því að þreifa fyrir sér, komst hann fram hjá hefilbekk og skíðahlaða að stiga, sem lá upp á heyloft, Svo lagðist hann niður í heyið, en ekki tu þess, að sofna, um það gat alls ekki verið að ræða, það fann hann. Jafnskjótt og hann lokaði augunum, svifu honum fyrir sjónum langar raðir af myndum, eins og í töfraskuggsjá. Hann sá andlit frú Duncans, friðdómarans, Natana- els Forsters og fjölda annara, hvert á eft- ir öðru, og öll litu þau háðslega og reiðu- lega á hann. Svo opnaði hann augun, starði út í kolsvart næturmyrkrið og reyndi að dreifa, hugsunum sínum með því að hugsa um framtíðina. Hvernig átti hann að gefa þeim Stretton og. Hinrik nærveru sína til kynna, án þess að einhver sæi hann? Hér gat hann aldrei farið nægijega varlega, því þetta hús var einmitt einn af þeim stöðum, þar sem fyrst yrði leitað að honum, og herra. Duncan myndi vafalaust beita valdi, til þes,s aö ná aftur í skrifara sinn. Allt, í einu datt honum eitthvað nýtt. í hug, sem olli því, að honum fa,n,nst að sér rynni kalt vatn milli, skinns og hörunds, þrátt fyrir hitann á heyloftinu. Honum datt það í hug, að hundar voru notaðir til þess að elta sfrokuþræla. Þeir myndu vafalaust taka Va,rp með sér, hann var blóðhundur, sérstaklega taminn til þrælaveiða. Hann myndi vafajaust snuðra hann uppi. En þá sá hann í huganum hinn riðvaxna Sammy, Sammy var alltaf í fylgd með hundinum, og Múlattinn hafði eitt sinn, með breiðu brosi, sýnt Lénharði ofurlitia flösku, með mjörgulum vökva, er seyddur var af blómum trés nokkurs í hitabeltinu. Ef smurt var nokkrum dropum af vökva þessum með lófanum á trýni hundsins, var það nægilegt. til þess, að eyðileggja þef- skilningarvit hundsins heilan dag, og auk þess fékk hundurinn magnað kvef þann daginn. Myndin af Sammy var það síðasta, sem unglingurinn sá, áður en þreyta, hungur og angandi ilmurinn af heyinu svæfði, hann. En hvíld hans var óvær og fuil. af draum- um. Draumarnir töfruðu fram sýnir frá liðnum árum, bæði frá Eikarlundi og þræl- dómsyist hans, og loks virtist honum hann vera ofsóttur og eltur af blóðhundum og þrælaveiðurum. Hann hrökk upp. Þetta var enginn draumur. Það heyrðist, hundgá ni,ðri í garðinum. I gegnum Joftsg'lugga, sem stóð í hálfa gátt, flóði tindrandi dagsljósió inn á heyloftið. Svala, sem átti hreiður uppi undir þaki, flaug kvakandi yfir höfuð honum út um gluggann, út í sumarmorgun- inn. Frh.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.