Ljósberinn - 01.09.1939, Qupperneq 19
LJÓSBERINN
211
Thomas H. Kingo.
(Sjá forsíðumyndiiia).
Kingo er fæddur í Slangerup árið 1634.
Hann er einn. hinn þekktasti danskra
klerka, sem sálmaakáld. Faði,r hans var
frá Skotlandi. Hann kom ungur til Dan-
merkur og stundaði silkivefnað, eins og
foreldrar hans höfðu gert. Móðir Kingos
var dönsk. Virðist hann hafa Lært af henni
að elska móðurmál sitt. Stúdent varo hann
frá menntaskóla Friðriksborgar 1654. Eft-
ir að hann. hafði tekið embættisipróf í guð-
fræði, fjórum árum síðar, varð hann heim-
iliskennari í Vedbygaard. En árið 1668
varð hann sóknarprestur í fæöingarborg
si,nni. Því embætti hélt hann til 1677.
Áður en Kingo varð prestur, hafði hann
gefið út ljóð, sem sýndu þó ekki annað en
mikla rímleikni, en í Slangerup varð hann
nú að stórfenglegu skáldi. 1 hinni verald-
legu ljóðagerð sinni er ha.nn þó að lang-
mestu leyti barn síns tíma. En sálmar hans
geyma eilíf verðmæti.
Um jólaleytið 1673 kom út fyrsti hlut-
inn af morgun,- og kvöldsöngvum hans, eða
»Hin,n andlegi söngflokkur« eins og bókin
var nefnd.
Þessir fögru sálmar urðu að nokkru leyti,
þess valdandi að höfundur þeirra varð bisk-
up yfir Fjóni 1677.
Seinna. varð Kingo einn aðalmaður í
sálmabókar nefnd þeirri, sem fjallaði um
bina svo nefndu Kingos sálmabók. En i
henni voru 85 a,f sálmum hans. Þessi sálma-
bók hefir haft ómetanlegt gildi fyrir állt
safnaðarlíf í Danmörku, ekki s.ízt á dög-
um skynsemistefnunnar.
Sálmar Kingos sýna glæsilegt skáld, sem
í örfáum, voldugum dráttum megnar að
draga upp lifandi ógleymanlegar myndir.
Myndir, s.em birta hinn djúpa, undirstraum
trúrækninnar í barmi liins inn.ilega, Kri.sts'
vinar.
Gröf hanffi er í Fraugde kirkju nálægt.
Odense. Sálmar hans munu flétta ófölnan-
Legan dýrðarsveig um hið veglega minnis-
merki, sem, þriðja konahans Lét reisa honum.
Desús og börnin — frh. af bls. 195.
að koma til hans. Þú átt að bidja hann
oft og staðfastlega. Það er bezt að gera
það á kvöldin og morgnana og oft utan
þess. Guðs orð segir: »Biðjið án afláts«.
Þegar þú ert orðinn læs, átt þú að eign-
ast Nýja Testamenti. Það er ódýr bók, sem
þú átt að lesa í daglega, af því að hún er
Guðs orð. Svona átt þú að koma, ti,l Jesú
dagLega alla ævi.
Það eru margir, sem hafa hætt því. En
þeir eiga bágt. Sá sem yfirgefur Jesúm,
verður strikaður út úr lífsins bók. En ef
þeir vilja koma aftur og biðja Jesúm fyr-
irgefningar eins og börn, þá tekur hann
glaður á móti þeim, því að hann vill að aLl-
ir geti komizt inn í guðsríki. Einmitt til
þess dó hann fyrir syndir vorar. Guði séu
þakkir fyrir sína óumræðilegu gjöf.
Orðsendingar.
1 vor sendi ég út tilkynningu til allra þeirra
kaupenda LjóSiberans, sem ég ta.ldi að skulduðu
fyrir ltðin ár, eitt eða fleiri. — Margir hafa svar-
að, en þeir eru líka margir, sem ekki h,afa svar-
að. Nú er ekki hægt, að senda blaðið lengur þann-
ig I óvissu, og verður þetta því síðasta blað, sem
sent verður til þeirra, sem skulda, tvö eða fleiri
ár. En strax, er greiðsla kemur, verður þeim sent
það, sem þá er kornið út.
Laglegt j ó 1 a b 1 a ð fá alltr kaupendur, seni
borgað hafa, þegar blaðið verður sent út.
Styrkið Ljósbcraun með því, að standn í skil-
wm mcð andvírðið!
útvegið Ljósbcranum n.vjn kaupcndi.r!
K. F. U. M.
byrjar sunnudaginn 1. október.
Iil. 10.00 Sunnudagaskólinw.
— 1.30 V-D.
— 1.30 Y-D.
— 8.30 U-D.
— 8.30 Almenn samkoma.
Allir velkomnir.
Tilkynnið bústaðaskifti í síma 420#