Ljósberinn


Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 2
2 LJÖSBERINN var svo göfug og góð kona, þá eigið þiö helzt öll að lesa bœkurnar hehnar, Þœr erw vafahaust til á bókasöfnun- urn, í lestrarfélögUnum og ennþá Uka i eign einstakra manna. Nít œtla ég að minnast á lielztu skáldrit hennar. Auk þess, að þau eru fuU af fróðleik, ,eru þau lika það sem kallað er mjög »spennandi«. »ELDING«, er stór bók, skáldsaga, dregin út úr fomatdarlífinu, »DRAUPNIR«, rif, sem kom út i mörg ár. 1 því eru skáldsögur, t. d.: »Jón Arason«, »Jón Vídalín« o. fl, »BRYNJÓLFUR SVEINSSON«, stór bók, skáldsagu um einn af bezt-u bisk- upum íslenzku kirkjimnar, sem Ufði á sama tíma og Hallgrímur Pétursson og var vinur hans. »DVÖL«, blað, sem hún gaf út í mörg ár. 1 því er margt fróðlegt og skemti- legt. En það sem ég vil sérstaklega leiða athygli ykkar, yngstu lesenda Ljósber- ans, að, eru falleg'u barnasögurnar henn- ar, sem bæði komu út í »TIBRÁ< (f ög- ur, sem komu út í heftum) og i litlu kveri, sem hét »BARNASÖGUR«. Eg hefi látið Ljósberann flytja mynd af Torfhildi, til þess að vekja athygli ykkar, sem nú eruð ung, á þessari mestú skáldkonu vorri á 19. öldinni, og ég vil livetja ylckur til þess að lesa bœkur hennar og rit. J. H. -----*xsx«---- Á frelsarans fund. (Sunnudagaskólinn 29. jan. 1933.) Texti: Mark. 2, 1—12. Minnisvers: Sæll er sá, er afbrotin eru fyrir- gefin, synd hans hulin. — Sálm. 32, 1. Pað fréttist, að Jesús væri kominn til borgarinnar. Þá flýttu menn sér að ná fundi hans. Fólkið streymdi að úr öllumi áttum, svo að brátt varð húsið fuit„ og fjöldi manna stóð fyrir utan dyrnar og gátu ekki komist inn. Þá koma fjórir menn með byrði á milli sín. Þeir böfðu ekki getað verið eins fljótir, eins og þeir höfðu viljað, því að byrðin tafði þá. Hvað báru þeir? Það var vinur þeirra, veikuir, sem þeir báru á milli sín. Þeir höfðu beðið þeirrar stundar, að Jesús kæmþ og brugðið strax við, er þeir fréttui um komu hans. Þeir trúðu því, að bezta hjálpin, sem þeir gætu veitt vini sínum, væri að bera hann til Jesú. Þeir trúðu því,'að Jesús gæti og vildi hjálpa honum. En nú var mannþ-yrpingin svo þétt við dyrnar, að þeir gátu með engu móti komist inn í húsið, þar sem Jesús var. Þeir leggja byrði sína niður og taka saman ráð sín. Að svipstundu liðinni virðast þeir hafa ákveðið, hvað gera skyldi. Undrandi .horfa menn á, að þeir fara með veika manninn upp á hið flata þak hússins. Síðan taka þeir til að losa hellur úr þakinu, þar til þeir höfðu rof- ið svo stórt op á þakið, að þeir gátu látið veika manninn síga niður, þar til hann lá við fætur Jesú. Hann, sem sér, hvað með mönnunum býr, hann sá trú þessara tryggu vina. Þá hljómaði rödd .hans, undursamlega mild, um leið og hann leit á veika ung- linginn, semi lá við fætur hans: Bwrnið mit.t, syndir þínar eru fyrir- gefnar. Þessi orð voru lækning fyrir. sál veika mannsins. Nú ljómaði sólskin Guðs náðar inn í hjarta hans. Jesús var fyrst og fremst kominn til þess að frelsa. sálir manna, lækna þær af meinum syndanna. En hann læknaði einnig lík- amlegu meinin, og veiki maðurinn heyrði hann aftur tala við sig: Eg segi þér, statt upp, tak sœng þína og far heim til þín.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.