Ljósberinn


Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 5 Fyrir allmörg'um árumi var ekki önn- ur bygð í Syðstuvík,, en fáeinir kotbæir umhverfis »Víkina«, sem þá var ábúð- arjörð sjálfseignarbónda, er Jón hét Jónssom En þegar hann lét af búskap, skiftu synir hans jörðinni á milli sín, og seldu hvor sinn hlut. Litlu síðar fékk Víkin kaupstaðarréttindi-, og tók smám saman þeim stakkaskiftum, að ef Jón heitinn Jónsson hefði litið upp úr gröf sinni, þá hefði hann tæplega þekt jörð- ina sína aftur, því að þar sem- kýrnar hans höfðu legið með sætu jórtri í græn- um högum, voru nú stígar og húskofar, og túninu hans var breytt í stakkstæði. Búskaparaðferðin hans var horfin úr sögunni. Nýir timar fóru í .hönd í Syðstuvík. Húsunum fjölgaði. Fólkinui fjölgaði. Það var komið kaupstaðarsnið á Systu- vík. Og svo kom sýslumaðurinn. IJann keypti strax stóra lóð og bygði sér fall- egt hús. Hann lét rækta væna túnspildu i kringumi húsið, og gróðursetti blóma- garð, sem vakti athygli Víkurbúa. Sýslumaðurinn keypti einnig- gamla hús- ið. Það stóð á lóðinni og fylgdi með í kaupununu »Það er gott íi eldinn« sagði sýslumað- urinn. »Við rífum það sem allra fyrst.« En gömlu hjónunum, sem höfðu átt heima í gamla húsinu mest allan búskap sinn, leizt ekki á blikuna og fóru bón- arveg að sýslumanninum, umi að rífa ekki húsið á, meðan þau þyrftu á jarð- nesku húsnæði að halda. Gamla húsið var að vísu til mjög mik- illar óprýði á lóð sýslumannsins, og skygði talsvert á útsýnið frá hvíta hús- inu, en þegar Oddný gamla kom haltr- andi heimi til sýslumannsins, og bar upp erindið fyrir sjálfa sig og mann- mn sinn, hann Jóaklm' gamla, sem lá 1 kör, blindur og heyrnarsl jór, þá gat sýslumaðurinn ekki fengið af sér að neita bón hennar. Og við sjálft lá, að sýslumaðurinn klökknaði undan bless- unaróskunum og fyrirbænunum, sem gamla konan úthelti yfir hann, áður en hún kvaddi hann, með því að kyssa hvað eftir annað á hendina á. honum. Sýslumaðurinn var óvenjulega léttur á brúnina, þegar hann horfði á eftir Oddnýju gömlu, er hún staulaðist aftur heim, til sín. Ef að sýslumaðurinn hefði fylgt henni eftir eða getað skygnst inn í litla herbergið, þar sem Jóakím gamli kúrði í rúmfletinu sínu, og beið þess, milli vonar og ótta, að konan hans kæmi með svar við heitustu óskinni hans, þá hefði sýslumaðurinn séð þá sjón, sem hann seint eða aldrei hefði gleymt. Þá hefði hann einnig séð, að í gamla hús- inu voru verðmæti,, sem ekki fást fyrir gull. Því að í gamla húsinu ríkti ást, eindrægni og það trúartraust, sem veit- ir hjörtum mannanna sannan frið. Oddný laut ofan að manni sínum og hrópaði í eyra hans: »Þá er ég nú komin aftur, elskan mín. Hann er blessaður maður, þessi sýslu- maður. Hann hreyfir ekkert við okk- ur í bráðina. Við megum vera hér kyr. Guði sé lof!« Jóakím fálmiaði eftir hönd konu sinn- ar og mælti með titrandi röddu: »Æ, góður Guð veri lofaður! Það hlaut að vera! Ég bað Drottinn minn uim, þetta. og hann hefir hlustað á kvak- ið mitt í meira en 80 ár, og- daufheyrist ekki við þvír þegar ég er orðinn aum- ingi! Oddný mín, við skulum þakka þessa góðu gjöf.« »Taktu um höndina á mér svona — reistu mig ögn við — og svo skulum við þakka Drotni og biðja saman!« II. Rúna litla. Sýslumaðurinn stóð við giuggann, þegar lítil, ljóshærð stúlka gægðist bros- leit inn fyrir hurðina.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.