Ljósberinn


Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 28.01.1933, Blaðsíða 7
L JÖSBERINN veit nema úr rakni, áður langt um líð- ur«, Svo var það einn dag, að hann kom að höll. Hún var bacði háreist og fögur. Enginn vörður var við hliðið. Hann fór því inn í höllina. Hún virtist vera mann- laus, því að þar sáust engir þjónar. Haraldur gekk í gegnum mörg her- bergi, er öll voru prýdd hinum feg- urstu húsg'ögnum og íburðarmiklu skrauti. Furðaði hann mjög á allri þess- ari auðlegð, er hann sá. Loks kom hann í eitt herbergi. Pað var stærst og skrautlegast. Þar sat hvítur köttur í gullnui hásæti. »Velkominn í höll mína«, sagði kisa. »Vilt þú gang'a í þjónustu mína?« Haraldur varð mjög undrandi, er hann heyrði að köttíirinn kunni manna- mál. »Ég' vil garga í þjónustu þína, ef ég get leyst þau verk af hendi, er ég á að vinna«, sagði Haraldur vingjarnlega. »Þú átt að elda mér mat, fægja gull og’ silfurdiska mána, vel og vandlega og þrífa til í herbergjum mínum«, sagði kisa. ' »Eg kann ekki að elda þér mat« sagði Haraldur, »en ég get ef til vill lært það. Eg skal gera það sem í manu valdi stend- ur, til þess að þu getir sætt þig, við þjón- ustu mína«. »Eg skal kenna þér að elda mér mat«, sagði kisa. »Eg ét reyndar ekki rottur mýs, eins og aðrir kettir, heldur steýkt kjöt og fisk«. Haraldur réði sig hjá kisu. Hann sá brátt, að verk þau, er hann átti að vmna, voru ekki eins erfið og hann hélt í fyrstu. Kisa sýndí honum, hvernig' hann ætti að elda matinn og halda öllu i röð og reglu í .höllinni. Allir hlutir í eldhúsinu voru úr gulli, silfri, postulíni og kristöllum. Haraldur fmgði alla þessa hluti á hverjum degi. Kisa hrósaði honum mjög, fyrir það, hve n vel honum fórst það. Kvaðst hún aldrei fyr hafa haft svo duglegan matsvein og samvizkusaman. Ókunnur maður kom einn dag í eld- húsið. Hann var klæddur marglitum og mjög fáránlegum klæðnaði. Hann sag'ði við Harald: »Hefir þú aldrei gert þér grein fyrir því, hve mikinn auð þú hefir hér handa á milli?« »Jú«, svaraði Haraldur. »Ég gæti hans líka. vel, svo að ekkert sé borið burt af honum, úr höllinni né nokkuru spilt«. »Heimsku.r ert þú« sagði ókunni mað- urinn hæðnislega. »Þú þarft ekki annað en taka lítið eitt, af öllu þessu gulli og silfri og læðast burt með það, ein- hverja nóttina, þá verður þú auðugur maður og mikilsmetinn«/ »Ég vil heldur vera snauður maður og heiðarlegu.r«, sagði Haraldur. Hon- um leizt illa á þennan ókunna mann, er vildi freista hans. Hann sagði kisu al- drei frá komu hans. Haraldur sat hjá kisu, er hann hafði lokið störfum sínum. Hún var mjög al- úðleg við hann. Sagði hún honum sögur og fræddi hann um marga hluti. Þau sátu oft að tafli. Voru það mestu á- nægjustundir Haralds. Honum var farið að þykja mjög vænt um kisu. Hann mátti ekki til þess hugsa að fara frá henni. Þó gat hann ekki strítt á móti sterkri heimþrá, er var vöknuð hjá honum. Hann reyndi í fyrstu að bæla hana nið- ur, en það reyndist árangurslaust. Hann sagði einn dag við kisu, e.r hann hafði verið sjö ár í höllinni. „Kæra kisa mín. Mig langar nú orðið svo mikið til að sjá foreldra mína og systkini. Eg hefi reynt að bægja þeirri löngun burt„ en það hefir orðið árang- urslaust. Eg bið þig því, að þú lofir mér að fara heim til þeirra. Eg skal koma aftur til þín, eftir nokla-a daga«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.