Ljósberinn


Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 11.02.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 19 Sacja efiii’ GuuSrunu Cáifusdoiiuv; ___ **4ui — „ JLjósberann'í »Hvað heldur þú að faðir þinn seg’ði ura þetta?« spurði frænka hennar og horfði á hana hvössum augum. Rúna litla leit ekki undan augnaráði frænku sinnar. »Eg sa,gði pabba það sjálf,« sagði hún lágt. »Og hann sagði ekki neitt.« »Það veit ég,« sagði frænka hennar og hló við. »Auðvitað er það eftir hon- um! En ég segi, að slíkt og þvílíkt ei,gi okki að koma fyrir, Rúna litla! Að þú, sýslumannsbarnið, sem hefir allsnægt- ir í heimahúsum, sért að borða brauð fátæklinganna hérna í kaupstaðnum! Þar að auki læt ég ósagt, hvað holt það er fyrir þig. Það er ekki sagt, að það sé alstaðar farið svo þrifalega með uiatinn hjá þessu fólki.« Rúna litla fór að kjökra. Hinn strangi ftiálrómúr frænku hennar skaut henm skelk í bringu. »En — kaffið var — gott — og fólkið — bauð — mér það — og -- °g ég keypti — brauðið sjálf..« »Dæmalaus einfeldingur ertu altaf, Rúna mín,« sagði frænka hennar og hristi höfuðið. »Ég vil að þér skiljist það, barn, að þú átt ekki að vera aö troða þér inn í kofana hérna í kring. Rú lærir þar kannske siði, sem eru okk- Ur hér öldungis ósamboðnir.« Rúna litla var hætt að kjökra. Hún þerraði sér um augun með handarbak- mu. Það var auðséð að henni var tals- yert niðri fyrir, er hún sagði, hægt og skýrt: »Ég læri alls ekkert ljótt á Hóli. Hún mamma á Hóli er góð við alla, og hún kennir börnunum sínum bara það sem er fallegt.« »Mamma á Hóli?« endurtók frænka hennar spyrjandi. »Já, ég kalla hana það. Hún segir, að ég eigi að kalla sig það!« svaraði Rúna litla einlægnislega. »Kallarðu hana þá mömmu þína eða hvað?« spurði frænka og röddin varð aftur hörð og köld. »Eins og hún Lotta,« svaraði Rúna litla. »Lotta segir, að ég megi eiga hana með sér.« »Skárra er það nú dálætiðk sagði frænka .hennar. »Ég held það færi fult eins vel á, að þú kallaðir mig inömmu þína, heldur en þessa ókunnugu ke — manneskju, sem er þér alveg óviðkom- andi að öllu leyti.« »Hún er svo góð við mig,« svaraði Rúna litla með á,herzlu. »Ég vildi óska, að hún væri mamma mín,« bætti hún við í lægri róm. »Vildirðu það?« spurði frænka henn- ar háðslega. »Vildirðu kannske skifta á heimili þínu og Hólskotinu? Og pabbi þinn! Ilvað heldur þú að honum yrði við, ef hún Rúna litla yrði alt í einu að einum Hólskrakkanum? Önei, Rúna, þú þarft ekki að óska eftir öðru en því sem er. Þú átt gott hqimili og góð- an föður, sem gerir alt, sem þú biður hann um. Finst þér það eiginlega ekki

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.