Ljósberinn


Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 04.03.1933, Blaðsíða 4
44 LJÖSBERINN það — af því að við vitum það ekki sjálf,« svaraði Ocldný í döprum róm. »Ekki það!« sagði frænka, nærri því hranalega. »Eigið þið ekki fleiri börn?« spurði hún ennfremur. »Hún var sú eina, sem upp komst. Hin þrjú dóu öll á barnsaldri. Pví sárar var það fyrir okkur, að tapa henni - - svona,« sagði Oddný og stundi þungan. Jóakím lagði hlustir að orðum konu sinnar, án þess að heyra hvað hún sagði. »Eg er að segja henni frá henni Diddu 1 itlu,« kallaði hún í eyrað á hon- um. »Ojæa!« sagði gamli maðurinn með hægð. »Við skulum ekki vera að ryfja það uþp Oddný mín! Blessað barnið! Ég vona að himnafaðirinn hafi í náð sinni litið til hennar, hvort sem hún er lífs eða liðin.« »I3að seinasta sem við fréttum af henni var það, að hún hefði farið til Vesturheims,« sagði Oddný. »Það eru mörg ár síðan. Við erum eiginlega orðin úrkula vonar — hún er sjálfsagt dáin, annars hefði hún skrif- að, eins og hún gerði altaf fyrst fram- an af, blessað barnið. Líst yður ekki vel á myndina af henni?« Og Oddný horfði sp.yrjandi á gestinn sinn, sem kinkaði kolli til hennar þegjandi. »Og hérna á ég fleiri myndir af henni, sem hún sendi okkur þegar hún var á prestsetrinu í Danmörku. Hún réðis't þangað í vist, þar leið henni svo undur vel. Ég vildi óska að hún hefði verið þar kyr. Húsmóðirin var ánægð með hana, - hún lét taka rnyndir af henni með sér og börnunum. Pað hefir mörgum þótt þetta fallegar mynd- ir,« sagði Oddný hróðug um leið og hún rétti frænku nokkrar augnabliksmynd- ir. — Frú Steinvör tók þær í hönd sér og leit á þær fljótt og kæruleysislega, svo fékk hún gömlu konunni þ:er aftur og sagði: »0j á, það getur verið nógu gaman að svona myndum.D »Gaman!« endurtók Oddný. »Það má nú segja! Nokkrum sinnuin hefi ég haft ánægju af að skoða myndirnar þær arna. Þær eru nú líka það helzta, sem ég á til minningar um blessaða telp- una mina, og svo hárlokkarnir hennar, sem ég ber einlægt á brjóstinu, alla tíð síðan hún fór frá mér. — Lítið þér á, svona var hún bjarthærð, blessunin.« Oddný tók ofurlítinn léreftspoka úr barmi sínum; í honum var Ijós hár- lokkur, sem hún sýndi frænku. »Ég kyssi hann á hverju kvöldi,« sagði hún og horfði á lokkinn, með tár- in í augunum. Svo varð þögn. Litla veggklukkan hélt áfram að tifa og telja fram mínúturnar, og kisa hélt áfram að mala, hálfsofandi í kjöltunni á Oddýju. Að öðru leyti var eins og æðasláttur lífsins hefði stöðvast í nokk- ur augnablik. Loksins rauf frænka þögnina, með því að ræskja sig. »Það er annars einkennilegt,« sagði hún svo, »að þið skuluð alls ekkert hafa frétt af stúlkunni svona lengi; eins og samgöngurnar á milli Islands og anr.- ara landa eru nú orðnar góðar. Mér er það óskiljanlegt.« »Þaö er nú svona samt,« sagði Odd- ný og stundi þungan. »Bréfin okkar ti! hennar voru endursend, hvað eftir ann- að, svo við hættum alveg að skrifa. Þao hefir kostað okkur marga þrautastund, hvernig fór með Diddu litlu.« »Ég skil það — ég skil það!« svar- aði frænka og bar ört á. »En hafið þið nú gert alt hugsanlegt, til þess að hafa upp á henni?« »Það kom alt fyrir ekki,« svaraði

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.