Ljósberinn


Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 4
76 L JÖSBERINN fyrir innan. Það var sami umsnúning- urinn hvert sem litið var, og hún sat sem fastast á eldhússtólnum. I einhverju fáti fór Lotta þá að ýta óhreinu diskunum og bollunum fram og aftur um eldhúsborðið, og reyndi til aó fela óþvegnu barnsfötin undir eldhús- borðinu á meðan hún gægðist út um gluggann, og vænti þess með skelfingu, að Rúna og Pési kæmu á hverri stundu úr heimsókninni í Hólskoti. En nú fór barnið að gráta aftur. Frænka ókyrðist þá í sæti sínu, því fátt féll henni ver að heyra en barns- grát, og þegar Lotta hélt áfram að horfa út um gluggann í stað þess að sinna barninu, sagði hún í höstum róm: »Ætlarðu að láta krakkann sprengja sig, eða hvað?« Og nú kom Lottu það til hugar, sem hún taldi snjallræði. Það vantaði mjólk i barnspelann! Og þótt Lotta vissi af fullri mjólkurkönnu inni í skáp, gat hún látið svo sem eng- in mjólk væri til í húsinu. Var hægt að kalla það skreytni? - - Einhvernveginn varð hún að bjarga sjálfri sér og þeim Rúnu og Pésa út úr vandræðunum. »Geturðu ekki látið krakkann hætta þessum hljóðum?« spurði frænka og barði fætinum í gólfið. »Ég þoli ekki þessi óhljóð!« Spurningin kom sér vel fyrir Lottu, hún flýtti sér til litlu syst- ur sinnar. »Það vantar mjólk í pelann hennar,« sagði hún, og tók tómt pelaglas upp úr vöggunni. »Ég verð að skreppa eftir mjólk. Ég verð enga stund!« Og áður en frænka hafði nokkurt ráðrúm til þess að segja nokkurt orð, var Lotta rokin á dyr. En barnið hélt áfram að gráta. Frænka hélt höndum fyrir bæði eyrun. Hún jooldi ekki að hlusta á þetta ámát- lega vein. Það skar hana í eyrun, það læsti sig um taugar hennar, og vakti gremju hennar, sem áreiðanlega hefð; bitnað á Lottu, ef hún hefði náð til hennar. »Stelpufíflið, að stökkva í burtu frá litla anganum!« tautaði hún, og stóð upp úr sæti sínu til þess að ganga inn fyrir til barnsins. Hún litaðist um í herberg- inu, með ströngum aðfinslusvip. Rúm- in stóðu við þilin sitt til hvorrar hand- ar. Þau voru bæld og illa útlítandi, Borð, með upplitaðri ábreiðu stóð hjá glugganum, öðru megin við það var strá- stólsgarmur, eii hinum megin stóð barnsvaggan. Ekki skygðu gluggatjöld- in á sólskinið, því þau voru engin, en blómin í gluggunum voru þrifleg, og báru þess vottinn að vel var um þau hirt. Gömul »kommóða« og ábreiðulaus legubekkur voru aðalhúsgögnin í her- berginu, Marglit Maríumynd hékk fyrir ofan legubekkinn, en á »kommóð- unni« stóð ásamt fleiru smáglingri, lít- il glerskál með fáeinum bréfspjöldum og ljósmyndum. Frænka leit sem snöggvast á eitt bréfspjaldið, og er hún sá að það var mynd af ráðhúsinu í Kaupmannahöfn, aðgætti hún það betur, og las fljótlega það sem á það var ritað með laglegiú kvenhönd: »Bestu óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár, frá Diddu til frœndfólksins á IIólis Hún fleygði bréfspjaldinu í skálina og tók annað úr henni af handahófi. Framan á bréfspjaldinu var mynd af erlendum sveitabæ, en á bak þess voru rituð nokkur orð, sem frænka las að því er virtist með talsverðri athygli: þau voru á þessa leið: Kæra frænka. Hér sérðu mynd af heimilinu þar sem ég dvel nú. Hér eru allir góðir við mig.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.