Ljósberinn


Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.04.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 79 eldur, og það skein í hvítu, oddhvössu tennurnar í rauðu, gapandi gininu. Ö, hve Spakur óskaði þess nú heitt og innilega, að hann væri nú kominn heim til mömmu sinnar, hinu megin við ána. Þangað þorðu refir ekki að koma, því bóndinn þar á næsta bæ átti byssu, sem hann skaut alla refi með, »Góðan daginn, litli gæsarungi,« sagði refur og sleikti út um. »Ert þú kominn hingað, til að heimsækja mig? Ég hefi svo oft séð þig og foreldra þina og syst- kini vera að synda úti á ánni, og ég hefi einmitt altaf verið að óska þess, að þið kæmuð einhverntíma að heimsækja mig.« Svo hló hann, svo að skein í hinar oddhvössu tennur hans. Þó að litli gæsarunginn væri feikna hræddur, þá varð hann líka hálf vond- ur út í þennan montna ref, sem stóð þarna og gerði jafnvel gys að honum. Og hann fór að hugsa um, hvort hann gæti ekki leikið á refinn. »Já, en nú erum við líka komin hing- að til að heimsækja þig,« sagði hann loksins. »Við!« át hann upp eftir Spak og varð gráðugur á svipinn og hugsaði sér gott til veiðinnar. »Eruð þið mörg?« sagði hann svo og sperti upp eyrun. Frh. Drengilega gert. Læknir nokkur var á leið til járn- brautarstöðvarinnar. Þar var hann bú- mn að mæla sér mót við nokkra vini sma. Það var nístingskalt á því kvöldi. Honum varð litið spölkorn fram undan sór, og sá hvar bæklaður maður var að bagsa við að komast gegnum mann- þröngina. Læknirinn gat ekki séð, að þessi fatlaði maður gæti með nokkru móti komist inn í lestina. Margir aðrir sáu til ferða þessa veslings manns, en enginn bauðst til þess að hjálpa hon- um. Þá sjá þeir, að blaðadrengur hleyp- ur til mannsins. »Get ég nokkuð hjálpað yður?« spurði drengurinn, »bíðið þér einungis, þangað til ég er búinn að koma af mér blaða- bögglinum.« Að svo búnu hljóp hann að trébekk nokkrum og lagði þar blaða- böggulinn og síðan hljóp hann aftur að vörmu spori til fatlaða mannsins. Hann leiddi hann með mestu varúð að vagn- skörinni, tók utan um hann af öllum kröftum og lyfti honum upp í lestina, fór síðan með honum inn í vagninn og fann þar gott sæti handa honum. »Þú þarft máske á aurum að halda?« sagði drengurinn, »hérna er króna, þigðu hana.« »Nei, ég þakka þér fyrir, drengurinn minn góði, mér er ekki þörf á pening- um. »Ég er búinn að kaupa farseðil- inn og er á heimleið. En ég þakka þér margsinnis fyrir drengilegu hjálpina, sem þú veittir mér, veslings fötluðum manni.« »Já, en það mundi gleðja mig, ef þér þægjuð af mér þessa krónu — veriö þér sælir!« Síðan stakk drengurinn krónunni í lófa mannsins, stökk síða'.. ofan úr vagninum og lá nærri, að hann lenti beint í fangið á lækninum; hann stóð fyrir utan vagnklefann og hafði séð og heyrt alt, sem fram fór milli drengsins og fatlaða mannsins. Læknirinn lagði þá höndina á herð- ar blaðadrengnum, og sagði: »Drengurinn minn væni, nú hefir þú gert gott verk, ég má þakka þér fyrir hönd okkar allra.« Drengurinn varð ósköp feiminn og sagði: »Ég vissi ekki, að neinn heyrði né sæi til okkar.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.