Ljósberinn


Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 147 í klæðaskápnum. I öllum lifandi bæn- um, láttu ekki heyrast til þín.« Og- áður en Dísa gat komið fyrir sig einu orði, ýtti Soffía henni inn í klæða- skápinn og tvilæsti hurðinni á hæla henni og tók lykilinn úr skránni. Rúna litla smeygði sér undir sæng- ina, og lá við að hún færi að gráta. »Verður — hún frænka vond við hana Dísu?« spurði hún í lágum hljóðum- - - »Hún Dísa var ekkert að gera Ijótt!« »Nei, nei!« hvíslaði Soffía, og breiddi sængina vandlega ofan á Rúnu. »Hún má bara ekki vita, að ég hafi leyft henni Dísu að leika við jxig. — Svona. elskan litla, vertu nú góða barnið, og ligðu grafkyr svo frænka þín haldi, að þú sért sofandi.« —■ Rétt á eftir læddist frú Steinvör inn gólfið, að rúmi Rúnu litlu. Hún varð auðsjáanlega hissa, þegar hún sá Soffíu, og leit hana ekki sem hýrustu auga, þótt hún þegði. Og brátt kom hún auga á leikföngin, sem voru á tjá og tundri um herbergið- En það heyrðist hvorki stuna né hósti. Frúin litaðist um í herberginu með athugulum augum. »Hvernig stendur á þessu umróti hér?« spurði hún því næst í lágum hljóð- um, og horfði hvast á Soffíu. »Hún var að leika sér svolitla stund, áður en hún sofnaði,« hvíslaði Soffía, kafrjóð út undir eyru. Leika sér áður en hún fór að sofa!« endurtók frúin. »Og þér látið leikföngi.; hennar liggja hér á víð og dreif, án þess að taka þau til handargagns! Yður má þó vera það Ijóst, að ég vil alls ekki hafa slíkt kæruleysi!« »Ég skal laga það undir eins!« svar- aði Soffía, og fór að tína saman leik- föngin, og innan skamms var leiksviðið autt, og ekkert eftir, sem minti á hina hreinu glaðværð æskunnar, sem fyrir örstuttri stund hafði rofið þögnina í hinu hljóða herbergi- »Mér líkar ekki, hvernig þér gang- ið frá fötunum barnsins,« sagði frú Steinvör því næst, »þér eigið að hengja þau í skápinn, Soffía. Eg hefi sagt yð- ur það áður, þér eigið að muna eftir því, sem ég segi yður.« »Eg geri það nú oftast nær,« svaraði Soffía. »Eg gleymdi því bara í kvöld.« »Það er bezt að ég sýni yður það þá sjálf, hvernig þér eigið að ganga frá fötunum hennar,« sagði frúin og gekk að fataskápnum, með föt Rúnu litlu á handleggnum. Soffíu brá sýnilega í brún, þó hún reyndi til að láta ekki á því bera- »Hvar er lykillinn?« spurði frú Stein- vör. »Ég —- veit — ég fann hann ■— ekki,« stamaði Soffía í meira lagi vandræða- leg. »Er hann nú týndui', eða hvað?« spui'ði frúin í gremjuróm. »Ætli það,« svaraði Soffía. »Ég hugsa ég finni hann-« »Viljið þér þá gera svo vel að finna hann sem fyrst,« sagði frú Steinvör. »Annax's get ég bezt trúað því, að kommóðulykillinn minn gangi að hurð- inni. Það er bezt að ég gái að því.« Soffíu létti stórum, þegar frú Stein- vör hvarf út úr herberginu, þó hún væri ekki úr allri hættu, á meðan Dísa var í húsinu. En nú var um að gpra, að nota vel hinn dýrmætu augnablik- — Soffía lauk upp skáphurðinni. »Dísa!« hvíslaði hún. »Komdu, frúin er farin!« Dísa stakk blóðrauðu andlit- inu í hurðargættina, og horfði óttasleg- in frarnan í Soffíu. »Ég hélt, að þú ætlaðir aldrei að lxleypa mér út,« sagði hún hálf kjökr- andi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.