Ljósberinn


Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 03.06.1933, Blaðsíða 8
L JOSBERINN 140 »Flýttu þér nú, eins og þú getur,« sagði Soffía- »Parna er húfan þín, ég faldi hana undir rúminu, og þarna er berjadósin þín. Blessuð, komstu nn burtu.« »Er — Rúna sofnuð?« spurði Dísa í hálfum hljóðum. »Það er víst,« svaraði Soffía. »Þú mátt ekkert tala við hana, og þú mátt aldrei seg'ja frá því, að ég hafi lokað þig í skápnum-« Frh. Látið aftur dyrnar. í Exeter stræti í Salisbury bjó kona ein, Mrs. Mills að nafni. Sonur hennar hafði verið á Indlandi, og kom svo heim til móður sinnar með páfagauk, til að hafa á heimilinu. Páfa- gaukurinn var glæsilegur mjög, hafði marglit- ar fjaðrir, rauðar, gular og bláar. Aumingja Páll (svo hét páfagaukurinn). Hann hafði ver- ið tekinn og fluttur burt úr sínum heimahög- um, úr hlýjum skógargeim hitabeltisins, og farið með hann i búri yfir sjóinn langar leiðir. og honum féll ekki raka, kalda loftslagið á Englandi. Áður en langt leið fór Páll að taka eftir því, að væru dyr stofunnar, sem hann var í, skildai eftir opnar, þá kom kuldastroka inn um þær, svo hann fór að skjálfa. Tók hann svo líka eft- ir þvi, að þá kallaði húsmóðirin ætíð: »Látið aftur dyrnar!«, og að þá hlýnaði aftur. Var nú Páll svo hygginn, að hann lærði að kalla: »Látið aftur dyrnar!« í miklum flýti, til þess að þeir, sem inn komu, ef þeir höfðu gleymt því, gerðu það. Einn dag fór Páll út úr búrinu. Einhver hafði skilið eftir opinn gluggann. Nú fanst honum vera gott tækifæri til að breiða út stóru vængina og fljúga burt, frjáls eins og aðrir fuglar; og það gerði hann, og flögraði út í stóran, undur fagran garð, sem biskup- inn átti, og var andspænis heimilinu. En smátt og smátt dróg upp bliku á lofti; úr henni kom kuldagjðstur, svo aumingja Páll bar varla af sér fyrir kulda. En í millitíð hafði húsmóðir Páls saknað hans, og 'fór yfir í garð biskupsins, til að leita hans. Ekki leið á löngu, áður en hún heyrði ráma rödd einhversstaðar uppi í loftinu, svo mælandi: »Látið aftui dyrnar, - látiö aftur dyrnar!« Það var þá páfagaukurinn hennar, sem nú var orðið i meira lagi kalt, og hélt, að nú hefði einhver skilið eftir stóra hurð opna. Könunni þótti vænt um páfagaukinn sinn, og kallaði nú til hans. Kom hann þegar, hjúfr- aði sig upp að henni og þótti gott ,að koma inn i hlýindin aftur. Yinurinn eini. Það þarf ekki að efa, á þó vilji gefa, yfir heimsins ólgudröfn örugga mig ber í liöfn — það þarf ekki að efa. Sá við stýrið stendur styrkur, liiminsendur, stilt er getur storm og sjá, stýrir öllum skerjum lijá — hann við stýrið stendur. Honum ann eg einum, aldrei breg.st hann neinum; liann er góði hirðirinn, liann er einkavinur minn —■ honum ann eg einum. B. J. Gjalddagi blaðsins er kominn. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.