Ljósberinn


Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 17.06.1933, Blaðsíða 4
160 LJÖSBERINN ••••••# o • *••••* /VV*****,****'*, .•*****, »••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••# • : ..•*•■.........;................................................... SÖGURNAR HENNAR MÖMMU 0 ••••••• .••••• ••••••••• .......• :••:.............•••• ; • : 2 .. : •••..p.• I Tv** - * * * **" "** * * * '’o’‘" * * *** Höllin, par sem alt stód á höfdi. '0'“' : •••_ ..q..*-: ...........*•• • • i: • •• •••••••••’"• Einu sinni var konungur og drotn- ing. Þeim hafði viljað það slys til, að styggja lítinn álf, sem komið hafði til hirðarinnar. En álfur þessi átti tröll- konu að guðmóður. Konungur og drotning höfðu alls ekki ætlað að styggja álfinn litla. En hann var ærið skrítinn útlits og lét mjög kjánalega, og þá hafði þeim orðið það á, að brosa að honum. En meira þurfti álfur litli ekki með. Hann varð fokvond- ur, rauk út í skóg og klagaði þetta fyr- ir guðmóður sinni. »Bara að álfurinn reiðist okkur nv, ekki,« sagði drotningin. »Nei, nei,« sagði kóngurinn, »ekkert er ég hræddur um það, þetta rýkur úr honum strax aftur.« En það var nú einmitt þveröfugt. Álfur litli bað guðmóður sína að vera nú svo góða að hjálpa sér, svo hann gæti hefnt sín á kóngi og drotningu hans. »Hvaða erindi átt þú eiginlega í mannheim?« mælti tröllskessan, sem í raun og veru var allra bezta skessa, þó hún væri dálítið göldrótt, því það þurfa allar skessur að vera. »Eg held þú ættir að hypja þig heim í álfheima sem fyrst.« »Já, en ég hefi gaman af að flakka um á meðal mannanna. Ég sýni þeim töfralistir mínar, sem ég hefi lært af þér, og þú hefir nú ýmislegt kent mér.« »Eitthvað get ég látið þig fá,« mælti skessan. »Hér er vatn, ef þú hellir því á einhvern hlut, þá verður hann að steini.« »Æ-nei,« sagði álfur litli, »ekki vil ég það.« »Jæja,« sagði tröllskessan, hérna er duft, nú skal ég segja þér, hvernig það er notað. Meðan þessu fór fram, voru þau kóng ur og drotning á skemtigöngu úti i garðinum sínum, og hirðin var á rápi fram og aftur í hallarganginum. Það var liðið að miðdegi og kóngurinn og drotningin voru orðin ósköp svöng'. Þá kom matsveinninn hlaupandi með öndina í hálsinum og æpti: »Ö, yðar hátignir! Þér getið ekki feng- ið að éta í dag!« »Og því þá ekki?« spurði kóngur, full- ur undrunar. »Af því að alt stendur á höfði, lít- ið bara á hallarklukkuna þarna!« - Jú, hún stóð á höfði, en gekk þó reglulega og sýndi, að matartími vai- kominn. »Hvaða töfrar eru hér á ferð?« spurði drotningin og ætlaði að tylla sér á stól- inn sinn. En stóllinn sneri upp fótum og fíni, mjúki púðinn hennar sneri að gólfi. Og svona var ástandið víðsvegar i höllinni. Blómaborð drotningarinnar, skrifborð kóngsins alt stóð á höfði, og þá var ástandið ekki betra í stóra eldhúsinu, pottar, fötur, katlar og kyrn- ur alt stóð á höfði, svo mjólkin, graut-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.