Ljósberinn


Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 16.09.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 263 [Frh.] »Kvíð þú eng’u um það, Lilla mín,« sagði Soffía hæg’t. »Frúin sér auðvitað fyrir því, að þú fáir g'óða sam- verkastúlku. Það gangast líka margar stúlkur fyrir jafngóðum húsakynnum og þægindum og hér eru.« Soffía þagnaði og rendi döprum aug- um um herbergið, sem hafði verið heim- ili hennar um hríð. »Mig langar til að biðja þig bónar,« sagði hún svo í hálfum hljóðum. »Hvaða bón er nú það?« spurði Lilla forvitnilega. »Þú verður að lofa mér því upp á ærú þína og trú,« sagði Soffía og' horfði framan í Lillu með slíkri alvöru og ang- urblíðu, að henni varð orðfall. »Eg kann nú altaf illa við að lofa miklu fyrirfram,« sagði hún loksins. »Láttu mig samt heyra, hvað það er, sem þú ætlar að biðja mig um.« »Viltu lofa því, að vera aldrei verri við hana Rúnu litlu, heldur en ég heíi verið?« sagði Soffía, og talaði með hvíld- um, eins og sjúklingur, sem á örðugt um mál. »Þú mátt ekki gleyma því, að þótt Rúna litla sé sýslumannsdóttir, og hafi alls nægtir, þá er hún samt mun- aðarlítið barn, sem fer margs á mis.« Soffía þagnaði aftur allra snöggvast, og Lilla starði framan i hana, eins og hún skildi hvorki upp né niður í því, sem hún var að segja. »Mér hefir einlægt fundist þetta,« tók Soffía, aftur til máls, »Blessað barnið er eins konar fangi, sem ekki má um frjálst höfuð strjúka. Hún er ófrjálsari en öll önnur börn, sem ég þekki. — Þú verður þess vegna að vera reglulega góð við bana, stytta henni stundirnar. leika við hana, segja henni fallegar sög- ur, og gera alt, sem þú getur, til þess að hún finni minna til þess, hvers hún fer ámis. Eg geri ekki ráð fyrir því, að ég megi einu sinni kveðja hana, — þú verður því að heilsa henni frá mér. Segðu henni ekki að ég sé alfarin héð- an, henni þykir það áreiðanleg'a leiðin- legt, segðu henni heldur, að ég mur.i koma einhvern tíma aftur til hennar ■— ef Guð lofar--------« Soffía þurkaði sér urn augun og • reyndi til að harka af sér á meðan hún lagði fyrir Lillu það, sem henni sjálfri lá þyngst á hjarta. »Mig langar auðvitað ekkert til að vera vond við telpugreyið,« sagði Lilla loks hálf-ólundarlega. »Ég er bara eng- in barnagæla, mér hálf-leiðast krakkar, eins og þú. veizt. En ef þér er þægð í því, Soffía, get ég' reynt að skifta mér eitt- hvað af henni svona eins og þú varst að biðja mig', það er að segja, ef ég' verð látin taka við þínum verkum.« Það var auðséð, að Soffía var ekki ánægð með svar Lillu. »Ég veit það vel,« sagði hún, »að það er ómynd að vera svona ístöðulaus, eins og ég' er. En mér þykir svo vænt um barnið, að ég þoli varla að hugsa til

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.