Ljósberinn - 23.09.1933, Blaðsíða 4
272
L JÖSBERINN
En nú kom Maja til að stunda
hann. Einu sinni þegar þær voru að
þvo í þvottahúsinu, rétt hjá, fjósinu, þá
hafði kýrin hennar brent sig á báð-
um framfótunum. Maja hafði þá ann-
ast um hana, þangað til hún var aftur
gróin, svo hún vissi vel, hvernig átti
að fara með brunasár. Erfiðast var að
fá Pétur til að þegja; en þegar hann
sá framan í Þyrí, að hún flóði öll í tár-
um og heyrði hana gráta hástöfum,
eins og smábarn, ef það fær skell, þá
fór hann að hafa lægra, en æpti ekki
eins óskaplega og áður.
»Þyrí, komdu hingað og hjálpaðu hon-
um, ég verð að hlaupa til mömmu/<
sagði Maja kjökrandi. En Þyrí æpti og
sló höndum um sig. Það var svo óttalegt.
að horfa á það. Hún kastaði sér á gólf-
ið á grúfu og sveipaði svuntunni um
höfuð sér og hljóðaði hástöfum!
»Það er í staðinn fyrir mig,« kvein-
aði Pétur með kaldan kvalasvita á enni
og beit á jaxlinn.
Hefði ekki þetta skelfilega viljað til
með Jóhannes, sem nú lá ”úti í garði
hjá mömmu sinni, þá hefði Pétur reynt
að gera að gamni sínu, svo að Maja
hefði orðið að brosa; en nú var ekki um
annað en sorg að ræða frá upphafi til
enda.
Jóhannés lá úti í mjúku grasinu niðri
við brunninn undir stóra reynitrénu,
náfölur og meðvitundarlaus. Móðir hans
lá á hnjánum hjá honum og! lagði ís-
kalda vatnsbakstra við annan fótinn á
honum, hvern eftir annan — hann var
sundurmolaður af byssuskoti. Fyrir aft-
an hnéð hafði hún bundið vasaklútnum
sínum svo fast sem hún gat. Skyldi
henni ekki lánast að stöðva hið mikla
blóðrensli? Skyldi hún eiga að sjá ást-
fólgna drengnum sínum blæða til ólífis,
svo, að henni kæmi engin hjálp?
Hún grét ekki, og bað ekki heldur —
hún var eins og orðin að steini. Það var
eins og vit hennar og hugsanir lægju í
dvala.
»Mamma, er hann dáinn?« hvíslaði
Matta með andköfum, því að hún var
svo móð af hlaupunum, er hún var að
sækja hjálp handa bróður sínum —
handa báðum bræðrunum.
»Það veit Guð, Matta, að ég veit það
ekki,« sagði móðir hennar blátt áfram.
»Ég vil biðja Drottinn. Bið þú líka,
mamma.«
Og' þær báðu saman, og það var kyrrt
og hátíðlegt eins og í kirkju á meðan.
Þá heyrðu þær sagt með veikri raust:
»Hvað ef að?« Og Jóhannes leit upp
undrandi.
»Sérðu nú ekki, mamma, að hann er
lifandi? Hann nær sér aftur, það vissi
ég,« sagði Matta grátandi og spratt á
fætur. Og heyrðu, nú rennur vagn yfir
brúna, nú kemur hjálpin. Eg hlevp á
móti þeim, þá koma þeir hingað sem
skjótast.« Matta kysti bróður sinn ást-
úðlega, og tvö heit tár féllu á ennið á
honum.
Nú var Jóhannesi búið ból í skyndi í
vagni prófastsins. Og er læknirinn var
búinn að skoða hann og binda um sárið,
þá var hann fluttur á járnbrautarstöð-
ina, og það átti að flytja hann á spítal-
ann í borginni. Læknirinn hafði ekki
mikla trú á, að honum myndi batna, af
því að hann hefði orðið fyrir svo miklum
blóðmissi, og sköflungurinn mölbrotinn,
en allir hefði þó leyfi til að vona.
Brunasár Péturs var ógn hægt að
annast heima, enda þótt þau væri ljót,
og þyrfti nákvæmrar hjúkrunar og
gæzlu.
»Þú ert annars hugaður og hraustur
drengur, reglulegur þrekmaður,« sagði
læknirinn, þegar hann klappaði á koll-
inn á Pétri að skilnaði.
Pétur kom auga á buxurnar sínar,
allar eyðilagðar, Frh,