Ljósberinn


Ljósberinn - 23.09.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 23.09.1933, Blaðsíða 8
276 LJÖSBERINN Þegar Eberhard hertogi hinn skeggjaði hafði þetta mælt, varð alt í einu djúp kyrrð í saln- um. Svo sögðu þrír eða fjórir af þeim, sem áður höfðu talað — eins og með einuni munni: »Eberhard hertogi! Orð yðar leyfa engan efa. Þér eruð ríkastur okkar allra, því að í landi yðar geymist hinn dýrmæti gimsteinn trúmennskunnar!« mm wmmmmgamm&mmsmmmMm Bæn. Eilífi Guð, þú sem alheimur lýtur, alt þinnar náðar og blessunar nýtur. Blessa þú, faðir, mitt fátœka landJ Líkna þú sjúkum, hryggum og hrjáðum, hjálpaðu fátœkum, þreyttum og smáðum. Guð, vort líf, hjáilp og hlíf, ó, heyr vora bæn! B. J. V Fródleikir og skemtun. J Um tóbakið. f bókinni »Mín aðferð« standa eftirfarandi ummæli um tóbaksnautnina (á bls. 30): »Enskur prestaöldungur, sem reykti i æsku, kvað svo að orði: »Á legsteinum margra presta er letrað: Dó DROTNI SíNUM; I stað þess ætti að standa: DRAP SIG Á REYKINGUM. Á stórborgastrætunum Úir og grúir af drengjum með vindlinga I munninum — það eru sjálfsmorðingjar, sem eru að murka úr sér heilsuna, siðferðisþrekið og vitsmunina.« Hvað segja íslenzku drengirnir um þetta? Vilja þeir líkjast landeyðunum? Barnaleg ósk. Drengur (við föður sinn, sem er að stíga upp í flugvél): »Pabbi! Komdu með ofurlítið, fallegt ský handa mér, þegar þú kemur niður aftur. Mig langar til að eiga það og leika mér að því.« Mjiig sennilegt. Anna: »Af hverju er haninn altaf svona hreinn og fallegur á fiðrið?« Bína: »Það er náttúrlega af þvi, að hann ber kambinn með sér hvert sem hann fer.« í barnaskóla, Kennari: »Nú hefir þú hegðað þér svo illa, Hans, að þú átt ekki skilið að vera meðal sið- aðra manna. - Komdu hingað og stattu hjá mér.« Mikil bðt í ínnli. Maður nokkur ferðaðist á skipi í köldu veðri. Þegar hann ætlaði að klæða sig einn morguninn, fann hann hvorki jakkann sinn né yfirfrakkann. Hann æddi um alt og spurði um fötin, en enginn vissi neitt um þau. Þegar hann sá, að leitin var árangurslaus, reyndi hann að hughreysta sjálfann sig og sagði skjálfandi: »Það er þö mikil bðt í máli, að ég hefi hlý axlabönd.« Vei'ðlauna-cggið. Ungur stúdent kom heim til foreldra sinna i sumarfríinu og stærði sig mjög af lærdðmi sínum. Þegar móðir hans bar tvö egg inn á borðið handa þeim, kvaðst hann geta sann- að það með rökfræði og reikningslist að þau væru þrjú. »Hvernig ferðu að því?« spurði faðir hans. »Það er hægðarleikur,« svaraði sonurinn. »Nú tel ég eggin og segi: eitt og tvö, en 1 og 2 eru 3, það vita allir.« »Þetta er rétt hjá þér, drengur minn. Nú skal móðir þin taka fyrsta eggið og ég annað, en þú hefir það þriðja sem verðlaun fyrir þessa merkilegu uppgötvun!« TIL KAUPENDANNA. Ljósberinn kemur ekki út næsta laugar- dag, en öll þau blöð, sem vanta upp á rétta tölu, verða komin út fyrir nýjár. Póstkröfur verða ekki sendar til kaupenda út um land að þessu sinni, en þvi er treyst, að allir þeir, sem ógreitt eiga blaðgjaldið, sendi það við allra fyrsta tækifæri. PrentBmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.