Ljósberinn - 23.09.1933, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN
275
fara svona með barniðk hélt Soffía
áfram. »Að loka hana inni, sumarlang-
an daginn! Að bola burt frá henni glað-
værð og sólarbirtu, það er alveg óhæfi-
legt, og ég skil hvorki í yður eða henni
»Hvað gengur eiginlega á hérna?« var
sagt að baki Soffíu með ískaldri rödd,
og er hún leit við, stóð frú Steinvör þar
eins og myndastytta úr steini eða járni.
»Hvað er yður á höndum?« spurði
hún og mældi Soffíu með augunum frá
hvirfli til ilja.
Soffíu varð orðfall.
»Ég hugsaði að þér væruð farin héð-
an, Soffía?« hélt frúin áfram. »Og vissu-
lega væri það heppilegra fyrir yðui’,
heldur en að standa hér og baktala mig
við bróður minn.«
»Ég hefi ekki baktalað yður við bróð-
ur yðar!« hrópaði Soffía í æstum róm.
»Það er ósatt. En ég hefi kvartað fyrir
hönd barnsins, sem þér kveljið og kúg-
ið -----«
Frú Steinvör opnaði hurðina upp á
gátt.
»Þarna eru dyrnar!« sagði hún og
reigði höfuðið þóttalega. »Ég ætlast til
að þér skiljið það, að þér komið eigi
framar fyrir augu okkar systkynanna.«
Soffía gekk til dyra. Hún bar höfuðið
hátt, og horfði djarflega framan í frú
Steinvöru, er hún mælti:
»Ég mun ekki troða yður um tær, frú
góð. — En minnist þess, að þér eigið
eftir að svara fyrir meðferð yðar á
henni Rú.nu litlu. Veslings barnið, sem
þér hafið svift móðurást og umhyggju!«
Frh.
ólicppilcgt orðaval.
Gcstur: »Einstaklega eru þeir efnilegir
drengirnir þlnir, Guðrún mín.«
Guðl'ún: »Já, það má nú segja. Þeir eru
hver öðrum duglegri. En þó er sá yngsti ekki
farinn að gera kraftaverk enn þá.«
Ríkasti pjóðhöfðinginn,
Pað var árið 1497.
Pað var glatt á hjalla í hinni skrautlegu
keisarahöll í Worms. Fjöldi tiginna þjóðhöfð-
ingja var þar saman kominn og meðal ann-
ars barst talið að því, hvern af hinum við-
stöddu mætti með réttu kalla ríkastan þeirra.
Og þá fór að verða hávaðasamt. Hinir tignu
menn urðu svo ákafir, að þeir fóru loks aö tala
margir í einu. Sá, sem nú talaði hæst, var
furstinn frá Saxlailíli.
»Land mitt er hið fegursta, sem nokkurt
auga hefir litið!« sagði hann með áherzlu og
leit sigri hrósandi i kring um sig. Vald mitt er
kunnugt víða um lönd, og þá ekki sízt það,
hvílík ógrynni silfurs ég hefi hrifið úr skauti
fjallanna minna.«
En nú vildi furstinn frá Bayern ekki standa
honum að baki.
»Borgir mínar blómstra í veldi og ríkidæmi
— hver annar getur sýnt þvi líkt?« — Og
hann sló höndunum mikillætislega í kring um
sig. '
Enginn af þeim, sem viðstaddir voru, vé-
fengdi orð hans.
»Já — ó-já — sumir hafa auðæfi sin falin í
jö.rðu — en eru ekki mín auðæfi sjáauleg
hverjum þeim, sem hefir opin augu?« sagði
furstinn frá Rínarlöndunum.
Enginn mótmælti honum heldur, og svona
héldu þeir áfram, koll af kolli.
En einn einasti þjóðhöfðingi sat hjá og tók
ekki þátt i semkeppninni. Pað var hertoginn
frá Wiirtemberg, Eberhard hinn skeggjaði,
sem svo var nefndur. Hann var kunnur víða
um lönd fyrir hyggindi sín, réttlæti og mann-
gæzku.
»Eberhard hertogi, hvi segið þér ekkert?«
kallaði nú einn þeirra. »Hjálpið okkur að ráða
fram úr því, hver er hinn ríkasti okkar á
meðal!«
Eberhard leit á þann sem talaði.
»Lofið mér að vera utan við þetta. Hvað
svo sem ætti ég að telja fram mér lil ágætis?«
sagði hann mildur I rómi. »Ríki mitt, Wiir-
temberg, á engar fagrar og glæsilegar borg-
ir, engar faldar auðsuppsprettur né vinakra!
Það er aðeins eitt, sem ég get hrósað mér af,
og það er það, að ég — hvar sem ég er
staddur á hverjum tima — get óhultur hallað
höfði mínu til hvíldar i skaut þegna minna ■—■
og það jafnvel inni í hinum dimmasta skógi!«
bætti hann við brosandi.