Ljósberinn


Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 1
Boðorð Guðs. (Sunnudagaskólinn 15. okt. 1933). Lestu: 2. Mós. 20, 17. Lærðu: Gal. 5, 14: Alt lögmálið er uppfylt með þessu eina orði: Þú skalt elska nftunga þinn, eins og sjálfan þig. —. Kæru .ungu vinir! Nú hefst sunnudagaskólinn ykkar með því að láta ykkur fyrst af öllu heyra, hvað er vilji Guðs. Boðorð hans sýna vilja hins heilaga Guðs og föður mannanna. Þar segir hann, hvað hann vill ekki, með orðinu: »Þú skalt ekki,« en hann segir þar líka, hvað við megum ekki láta ógjört með orðunum: »Þú átt.« og þar á meðal er boðorðið, sem öll hin boðorðin eru fólgin í: »Þú átt að elska náunga þinn, eins og sjálfan þig,« og »þú átt að elska Guð þinn af öllu hjarta þínu.« Takið eftir því, að það boðorðið, sem sérstaklega er ætlað ykkur, heyrir til þessum boðorðum, sem byrja á »þú átt.« »Þú átt að heiðra föður þinn og móð- ur þína.« Þessu boðorði má ekkert barn gleyma, sem vill að sér vegni vel. Guð lætur alla blessun hér í lífi fylgja þeim, sem hlýða þessu boðorði á réttan hátt. Kæru börn! Hafið þið ekki vanrækt það eða viljið þið ekki hlýða því? Ef svo er, þá hvílir blessun Guðs ekki yfir ykkur. Komið til Jesú og lærið af honum að hlýða þessu boðorði. Hann óx að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönn- um, því að hann var foreldrum sínum hlýðinn, en um fram 'alt sínum himn- eska föður. Já, um fram alt hinn bezta þér æ fyrir sjónir set, sem ungur óx að vizku með aldri i Nazaret. Kæra barn! Gerðu þetta og þá verð- ur sunnudagaskólinn þér til tímanlegr- ar og eilífrar blessunar á þessum vetri. Bið þú Jesú að hjálpa þér! Guð blessi þig!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.