Ljósberinn


Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 14.10.1933, Blaðsíða 6
290 L JOSBERINN Bernskuheimilið. 1 vor pegar sveitin Ijósgræn lá, hún laðaði’ að skauti sínu þá mynd, sem mér lifir Ijúfust hjá, sem lýsir í draumi og yngir brá — sem hvorki árin né annað má af æskuheimili mínu. — Þið bjóðið mér faðminn, hraun og hlíð, en haustgolan strýkur vanga. Eg prái og ann ykkur alla tíð. I ylgeidum sumars og vetrarhríð þið birtist mér ávalt björt og fríð í búning, sem hugann fanga. Nú minnist ég haustanna, er máninn skein. og myndaði geislastrauminn, svo Ijósbylgjan iðaðí’ um hnjúk og hlein, en hrimdrifin silfraði freðinn stein. Ég dáðist að stjörnum og dvaldi ein við dimmróma áarglauminn. 1 myrkrinu undi ég mömmu hjá við minning frá liðnum dögum; sá kappana hníga með blóðga brá. Sem blað fyrir vindi skaíf höndin smá. Ég heyrði mitt eigið hjarta slá við hljóminn frá vopna slögum. Svo birti’ yfir hauðri og vorið vann, að völlurinn litum breytti. Á fjÖUunum hæstu bjarmi brann, en blátær sem heiðríkja áin rann, og sólin úr geislunum gullþráið spann og glitdúkum engjar skreytti, 1 hraunið mig efra hugur dró, pó heyrði ég áilfaglettur. Þar tíndi ég ber af blárri kló, er bjarmanum sló á grœna tó. Bg hoppaði, skimaði, skauzt og hló — við skellina umdi klettur. Hjá Borgunum sat ég, er breiddi sig hjörð um brekkuna’ og hraunið niður, en heiðlóan flögraði’ um hlíðar og börð; frá himninum ómaði pakkargjörð. Um árdegið rikti ást á jörð, um aftaninn kyrð og friður. Þá var ég svo lítil og Ijóshærð drós, og lifði sem blóm í haga. Svo dökknaði haddwr. en drúpir rós, þá dapraðist minnar vonar Ijós. — Nú syng ég, er glóey gyllir ós, um glataða œskudaga. En minningin hrífur hjarta mitt og huga minn dreyma lætur, er kvöldskin breiðist logalitt og logar um bernskuheimilið mitt, en brosir sem fyr við barnið sitt og býður pví góðar nætur. Fríða.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.