Ljósberinn - 15.03.1934, Qupperneq 4
64
LJÖSBERINN
Páskamorg’un.
(Sunnudagaskólinn X. apríl 1934)
Texti: Lúk. 24, 1. 12.
Minnisvers: Ég veit að minn lausnari lifir!
Job. 19, 25 a.
Aldrei hafa menn lifað annan eins
morgun, eins og’ þann páskadagsmorg-
un, sem textinn segir okkur frá, því
þá átti sér stað hinn undraverðasti at-
burður, er sögur fara af. Jesús, sonur
Guðs, sem seldur var í hendur syndugra,
óhlutvandra manna og krossfestur, lifn-
aði þá aftur og gekk út úr gröf sinni.
Postularnir héldu, er þeir fyrst heyrðu
um þetta kraftaverk, að það væri eitt-
hvert »hégómaþvaður« og gátu ekki trú-
að því. Þannig hefir farið fyrir mörgum
síðar og fer enn. En ef við gefum þeim
mönnum nánar gætur, þá komumst við
að raun um, að þeir eru hvorki glaðir
né ánægðir í raun og veru. Það er held:
ur ekki von, því þeir eiga engan lifandi
frelsara. Jesús er þeim dauður, ,og lítið
gleðiefni fyrir þá að hugsa um hann.
En við, sem trúum því-að Jesú sé
upprisinn úr gröf sinni og sitji nú við
hægri hönd síns himneska föður, við
vitum að hann lifir og heyrir bæði og
sér til okkar, og tekur þátt í lífi okkar
með okkur; við gleðjumst af því að vita
að hann hugsar oft til okkar og talar
um okkur við föður sinn, og hann heyr-
ir bænir okkar, er við lyftum hjörtum
okkar og huga til Guðs.
Og í dag — á páskadaginn finn-
um við þá alveg sérstaklega ástæðu til
þess að halda Jesú hátíð, — Honum,
sem er hinn lifandi Frelsari okkar.
Vér páskahátíð höldum
og honum þakkir gjöldum,
er sætti Guð við sekan mann
og sjálfan dauðann yfirvann.
Hallelúja!
Hann reis úr dauðans dróma
í dýrðar morgunljóma;
því honum syng’ öU heimsins þjóð
af hjarta dýrðleg sigurljóð.
Hallelúja!
S.
---------------
Staðgöngumaðurinn.
I skóla einum bar svo við að einn af
drengjunum var bæði óhlýðinn og eftir-
tektarlaus svo kennarinn skipaði honum
að sitja í sneypuskotinu í hálfa klukku-
stund sem refsingu fyrir það.
Þegar drengurinn gaf sig fram til þess
að fullnægja refsingunni, kom lítili
drengur með honum og bað kennarann
um leyfi til að vera í sneypuskotinu fyrir
hinn drenginn.
»Hvernig getur þú látið þér koma
þetta til hugar, drengur minn? Hálf
klukkustund er lengi að líða þegar ver-
ið er að þola refsingu. Er þér það líka
l.jóst að það er þér til smánar? Allir,
sem koma inn í kenslustofuna halda ao
þú hafir verið eitthvað ódæll strákui’.
Litli snáðinn lét þessar fortölur ekk-
ert á sig fá, en tók. refsinguna á sig meó
mestu ánægju.
Þegar tíminn var liðinn spurði kenn-
arinn: »Léstu Karl telja þig á að gera
þetta fyrir hann, að þola hegninguna
fyrir hann?«
»Nei, hr. kennari.«
»Fanst þér þá að hann ætti ekki refs-
ingu skilið?«
»JÚ.«
»Hvers vegna tókst þú þá á þig að
jiola refsinguna fyrir hann?«
»Af því mér þykir svo vænt um hann.«
Þetta var bæði gott og hrífandi svar.
öll börnin í bekknum hlýddu á sam-
tal þetta með hinni mestu eftirtekt.
En þá sagði kennarinn alt í einu.
»Karl á nú eiginlega að fara í sneypu-