Ljósberinn - 15.03.1934, Síða 5
65
LJÖSBERINN
skotið fyrir þessu, því litli drengurinn
hefir ekki gert neitt illt af sér!«
En þá gripu allir drengirnir fram í
fyrir honum og sögðu að það væri ekki
réttlátt!
Hvers vegna væri það ranglátt. Hefir
Karl þá ekki gert neitt fyrir sér?«
»Jú, en Ríkarði var refsað i hans stað
og þess vegna á Karl að sleppa við
hana!«
»Hvað getið þið þá lært af þessum at-
burði?«
Sum svöruðu: »Það getur mint okkur
á að Jesús leið hegninguna fyrir syndir
okkar.«
»Hvað eigum við þá að kalla Ríkarð?«
»Staðgöngumaðurinn.«
»Hvað er staðgöngumaður?«
»Sá sem kemur í a.nnars stað.«
»1 hvers stað kom Jesús?«
»Syndarans.«
»Ríkarður sagðist vilja taka á sig refs-
ingu Karls af því að honum þætti svo
vænt um hann. Getið þið sagt mér hvers
vegna að Jesús leið og dó fyrir synd-
ara?«
»Það gerði Jesús af því að hann elsk
aði oss.«
»Getið þið bent á nokkurt ritningar-
orð, sem sannar það?«
»Svo elskaði Guð heiminn« o. s. frv.
Jóh. 3, 16.
»Hvað getum við þá lært af þessu?«
»Að góður Guð getur aldrei refsað
þeim syndara sem trúir á Jesúm Krist.«
Sj. (þýtt).
------------
Fórnfýsi.
Ottó, sonur prestsins hafði fengið
snotran toglegðursbolta í afmælisgjöf.
Hann var svo indæll - hann gat sung-
ið. Alt til þessa, hafði Franz, sonur
hringjarans átt fallegasta boltann. En
nú var bolti Ottós auðvitað fremstur
í röð, því að hann gat sungið.
Drengirnir voru nú að leika sér hjá
húsi hringjarans.
Húsið lá rétt við hliðina á húskofa
fátækrar ekkju. Þá varð Franz að orði:
»Já, en boltinn minn þeytist hærra
upp en boltinn þinn.«
»Nei, minn svífur víst miklu hærra.«
sagði Ottó og kastaði honum svo hátt
í loft sem hann gat. En hvað vai'ð af
honum? Kom hann niður í aldingarð-
inn hinu megin? Nei, ekki var hann þar
að finna. Það var ekki ómögulegt, að
hann hefði dottið niður um reykháfinn
á húsinu hans Larsens. Drengirnir hlupu
nú þangað inn.
Þar hittu þeir gamla konu hóstandi
í eldhúsinu, af því að þar kafarauk.
»Nei, börn hér er enginn bolti,« sagði
gamla konan, »Það getur verið að hann
hafi dottið niður í reykháfinn,« sagði
Ottó. »Já, þá hefir hann víst fuðrað
upp.«
Veslings Ottó. Hann fór þaðan grát-
andi og honum fanst sem hann mundi
aldrei sjá glaðan dag framar.
En um daginn, er hann sat og morgun-
verði, þá gaf móðir hans honum væn-
an kökubita; þá fór hann aftur að brosa,
og sagði við mömmu sína: »Ég get leik-
ið mér að einhverju öðru en boltanum.
María Sæter, fátæk ekkja, bjó rétt við
hliðina á húsi Larsens ásamt syni sínum,
þeim er Hans hét. Glugginn á húskof-
anum hennar stóð opinn og Hans lá þar
einn inni, því að móðir hans var við
vinnu úti.
Þarna varð hann að liggja einn
aleinn alt til kvölds og dagurinn ætlaði
aldrei að líða!
Hann lá og horfði út um gluggann upp
í heiðbláan himininn, og var að hugsa,
hve gott þeir ættu, sem væru komnir
þangað. Þá heyrir hann alt í einu söng-
hljóð og í þeim svifum kemur eitthvað
í hendingskasti inn um gluggann liein-
leiðis yfir í rúmið hans. Hans var þá