Ljósberinn - 15.03.1934, Blaðsíða 6
66
LJÖSBERINN
fyrst smeykur, en þegar hann fór aó
athuga dálítið betur þessa kúlu, sem lá
á rúminu hans, þá fór hann að brosa.
Það var ekki annað en gullfallegur bolti.
Þarna var hann þá loksins búinn að fá
leikfang. Og hann kastaði boltanum vit-
und upp og þá söng í honum. En það
gaman!
Þegar mamma hans kom heim, þá brá
henni dálítið við, þegar hún leit á dreng-
inn sinn. Hann var kafrjóður, eins og
hann væri búinn að fá, hita. En þegar
hann sýndi henni boltann og sagði:
»Sko, mamma, hvað Guð hefir sent
mér!« Þá laut hún niður að honum og
kysti hann. En hún hugsaði með sér
í kyrþey:
»Drengirnir hafa víst meist hann, og
þeir koma sjálfsagt að sækja hann.« En
nú var það orðið um seinan. Að morgni
ætlaði hún að segja þeim. að bolti hefði
komið þjótandi inn um guiggann. Hans
hafði svo boltann hjá sér um nóttina.
Og þegar hann vaknaði um morgunin,
þreyttist hann aldrei á að skoða hann
og leika sér að honum.
Daginn eftir spurði prestskonan:
»Hver vill nú færa Hans litla þessa
matgjöf frá mér?« Ottó var óðara fús
til þess. »Berðu nú þetta varlega og
heilsaðu honum frá mér og segðu hon-
um, að ég komi bráðum líka.«
»Ég á að bera kveðju frá mömmu.«
sagði Ottó, þegar hann kom inn til Hans;
en — hvað var nú að tarna? Hvað var
það sem hann Hans hafði hjá sér?
»Boltinn minn! boltinn minn!« hróp-
aði Hans upp, og hljóp að rúminu og
tók boltann og þrýsti honum fast upp
að sér.
»Er þetta boltinn þinn?« spurði ekkj-
an náföl.
»Já, frænka mín gaf mér hann í gær
í afmælisgjöf.«
»Jæja þá, hann kom fljúgandi inn um
gluggann í gær, meðan ég var úti. Ég
hefi engan tíma haft til að fara út, ann-
ars hefði ég spurst fyrir hver hann
ætti.«
Ottó hefði nú helzt viljað hlaupa heim
í sprettinum og segja upp alla söguna;
en hann gat það ekki; hann var að bíða
eftir því, að hann gæti haft körfuna og
fötuna heim með sér aftur. Þá heyrir
hann alt í einu, að kvein er rekið upp
í rúminu og sagt:
»Boltinn minn, boltinn minn!« Ottó
varð litið þangað; hann varð forviða, þvi
að hann var næstum búinn að gleyma
sjúka drengnum. Þá ávítaði móðirin
Hans litla og sagði:
»Þetta mátt þú ekki segja! Þú átt ekki.
þennan bolta; hann Ottó á hann.« En
Hans grét og grét, hann gat ekki annað,
og Ottó stóð þarna ráðalaus og vand-
ræðalegur. Iiann kendi í brjósti um vesl-
ings drenginn liggjandi í rúminu. Það
væri ljótt að taka boltann frá honum.
Þá var það göfugmanlegt, seni Ottó
einsetti sér að gera. Hann sagði: »Gráttu
ekki, Hans. Þú skalt fá að hafa bolt-
ann þangað til já, þangað til seinna
í dag já, þangað til í kvöld, að þú
fer að sofa!,«
»Já, og þá skal ég færa þér hann, þú
ert vel gefinn og góður drengur,« sagði
móðir Hans og leit á litla drenginn sinn
kvíðafull, því hann var að gráta óg henni
þótti svo sárt að hlusta á það.
Ottó gekk að rúminu, fékk Hans litla
boltann og sagði: »Þarna er hann.« Glaðn-
aði þá þegar yfir sjúklingnum og skein
í stóru augun hans gegnum tárin, þegar
hann tók brosandi við boltanum. En
Ottó vissi ekki almennilega, hvort hann
átti heldur að hlæja eða gráta.
Ilann tók hljóðlátur körfuna og föt-
una og fór heim og sagði móðir sinni
alla söguna.
»Það var rétt gert af þér. drengurinn
minn,« sag'ði prestskonan og kysti hann.
»Ég er glöð af því, þegar ég sé, að þú