Ljósberinn - 01.12.1944, Blaðsíða 4
168
LJÓSBERINN
rauninni alveg nauSsynlegt að keisarinn
léti telja allt fólkiti í ríkjum sínum, til
þess aS bœSi hann sjálfur og allir afirir
vissu það, hve voldugur hann vœri.
Og sjá, þarna inni í höllinni var þa<5
rá'Si'ð, sem þannig segir frá í jólaguðspjall-
inu: „En það bar til um þessar mundir
áð boð kom frá Agústusi keisara um að
skrásetja skyldi alla heimsbyggðina“.
Og nú voru sendir sendimenn um óll
ríki hans. Sumir fóru landveg, sumir fóru
með skipum. Þeir fóru í borgirnar og
þorpin og sógðu alstaðar frá skipun keis-
arans. Og auðvitað voru líka sendir menn
til Gyðingalands, og einn eða tveir eða
þrír komu til lítils þorps þar norðarlega
í landinu. Það hét Nazaret.
Og það voru settar upp auglýsingar á
gótunum og kallarar látnir kalla það svo
það barst inn um opna gluggana: að keis-
arinn liefði boðið það að hver skyldi fara
til sinnar œttborgar og láta skrásetja sig
þar. Þarna áttu María og Jósep heirna
og þau fengu þessi boð en þótt þau œttu
þarna heima, þá voru þau ættuð frá Betle-
hem, lengst suður i landinu, svo þau urðu
að fara þangdð, til að hlýða boði keisar-
ans. Og svo lögðu þau land undir fót,
fleiri daga og nætur, unz þau komu loks
til Betlehem eftir langa og þreytandi ferð.
Þar blasti við þeim mikill erill og önn.
Þar var alstaðar fullt af fólki, því þang-
að voru komnir svo margir úr ýmsum átt ■
um, sem voru œttaðir frá Betlehem, til
að láta skrásetja sig þar. Og Jósep fór að
leita gistingar. Hann barði að dyrum á
gistihúsinu, en þar var fullt. Og hann
barði að dyrum víða, alstaðar þar sem
honum gat hugkvæmzt. En alstaðar var
sama svarið, livergi var rúm, enginn gat
hýst Maríu og Jósep. Sinn eftir sinn þenn-
an langa dag urðu þau að snúa frá hnugg-
in. Loks undir kvóldið vísaði einhver góð-
ur maður þeim á lítið fjárhús utan við
þorpið, því hann kenndi í brjósti um þau.
Þangað fóru þau inn, og svo kom nótt-
in helga — og ég þarf ekki að segja ykk-
ur sóguna lengra um það, sem gerðist
þarna í fjárhúsinu þá nótt, um sveininn,
sem María fœddi og vafði reifum og lagði
í jötu — um fjárhirðana úti á völlunum
og englasónginn „Dýrð sé Guði í upphæð-
um og friður á jörðu“. Eða um stjörnuna
bjórtu úr austri, sem staðnœmdist þar
yfir.
Jesús var fœddur.
Hugsið ykkur, kœru börn, annars veg-
ar voldugur keisari í hárri höll, hins veg-
ar lítið barn í fjárhússjótu. En í dag er
þetta allt breytt. Keisarinn í háu höllinni
er gleymdur og grafinn og allir hermenn-
irnir hans og riddararnir hans og skatt-
landsstjórarnir hans og ráðgjafarnir hans.
— Allir gleymdir og grafnir — en nafn
barnsins í fjárhússjötunni, það er á allra
vórum. „Jesús“, ég veit að þið öll þekk-
ið það nafn frá því er þið fyrst munið
eftir ykkur. — Þið skuluð ekkert undr-
ast þetta, því hann flutti Ijós Guðs inn
í heiminn. Sannleikann, sem er sterkari
en öll heimsveldi og líður aldrei undir
lok.
Þess vegna eru jól. Ljós Guðs kom inn
í heiminn, Ijósið sem upplýsir hvern
mann og hvert barn um veginn til eilífa
lífsins. Hversu undarlegt að það skyldi
fyrst skína í lágri fjárhússjötu. Guð fer
öðruvísi að en mennirnir.
Nú er Jóla-Ljósberinn kominn til ykk-
ar, til að bera inn í heimili ykkar Ijósið