Ljósberinn - 01.12.1944, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.12.1944, Blaðsíða 15
LJÓSBERINN 179 um hjá okkur þennan dag, eins og vera bar. Þið vitið sjálf, að það er ekki óaL gengt að krakkar fá aðkenningu af hjart- slætti, þegar þeir eru að bíða eftir jóla- trénu og öllu skrautinu og öllum gjöfun- um á aðfangadagskveldið. Og þetta er engu síður fyrir það, þó hurðin að her- berginu, þar sem jólatréð og allar ger- semarnar bíða okkar, sé harðlokuð. En samt sjáum við alla þessa dásamlegu hluti, brúður, tindáta, bækur og sælgæti, sém maður hefur hugsað sér, sjáum þetta allt í huganum — og finnst biðin vera allt of löng. Loksins liringdi silfurbjallan. Yngsti krakkinn — ekki ungbarnið — lieldur næstyngsti krakkinn, lauk upp hurðinni Og við rukum öll inn í hendingskasti, inn að sjá jólatréð og allar gjafirnar. En, hvað þetta gat verið allt öðruvísi en við bjugg- umst við. Það var blátt áfram hræðilegt. Borðið stóð að vísu á sama stað. Og það stóð líka agnarlítið jólatré á borðinu. En borðið, sem venjulega var þakið með alls . konar verðmætum og fallegum bögglum, var að þessu sinni alautt, og á jólatrénu, sem venjulega var á kafi í hnetum, epl- Um, glóaldinum og sykur-sælgæti, liéngu að þessu sinni fimm kræklóttir hrísvend- tr. Um alla þessa vendi var bundið mis- jafnlega litum borðum. Okkur var strax ljóst á hverju við ættum von. Við áttum Öll von á vendinum. Getið þið liugsað ykkur, hvernig okkur hafi verið innan- brjósts,. þegar við sáum þessar jólagjafir? Þetta var þyngra en tárum tæki — og ég er sannfærð um, að þið hafið aldrei Uiætt neinu svona sorglegu. Nú eru liðin 50 ár síðan þetta gerðist og ég minnist þess eins og það liefði skeð í dag. Ég get aldrei hugsað til þess ógrátandi. — Við læddumst öll hágrátandi út úr stof- unni og við Iieyrðum svo greinilega hann- þrungna rödd í hjörtum okkar, sem sagði okkur afdráttarlaust, að við hefðum ekki átt betra skilið. Við grétum mikið og lengi eftir að við vorum liáttuð. Svona jólaliátíð höfðum við aldrei á allri okkar lífsfæddri ævi lifað fyrri. Mamma kom inn til okkar eins og hún var vön til að biðja kveldbænina með okkur. Hún sagði okkur, að við skyldum biðja Frelsarann að fyrirgefa okkur alla óhlýðnina, eigingirnina og hortugheitin og ljóta orðbragðið, gikksliáttinn og stríðn ina. Hún sagði, að hann bæði gæti gefið og vildi gefa hverju barni, sem bæði liann um það, nýtt hjarta, svo að það yrði gott og hlýðið barn, og það væri meira virði en allar aðrar gjafir, liversu fallegar sem þær væru. Þetta skildum við mjög vel, enda höfðum við lesið söguna um Jesú, sem óx að vizku og aldri og náð hjá Guði og mönnum. Hinar fögru áminningar móður okkar, ásamt sambæninni, urðu okkur til svo mikilar huggunar, að við ultum út af sofandi, þrátt fyrir sorg okk- ar og vonbrigði. En svo dreymdi okkur þetla allt í svefninum, óljóst og ruglingslega. Okkur virtist við sitja saman í rökkrinu og vera að bíða. Við heyrðum bjölluhringingu, — eða var það draumur. María litla rýkur upp með andfælum — enn er þreifandi myrkur — og nuddar augun. En svo heyrist líka bjölluhljómur. Svo vaknar Friðrik litli, og liin börnin fara líka að hreyfa sig. Og svo hringir í þriðja sinn. Nei, þetta er engin misheyrn. Svona

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.