Ljósberinn - 01.12.1944, Blaðsíða 11
ljósberinn
175
„Fáið yður sæti, og segið mér nákvæm-
lega frá öllu saman, eða, segðu mér það
annars, drengur minn. Það er betra“.
Rúdolf gerði eins og fyrir liann var
lagt, Pg berra Steinn þurfti oft að hneigja
höfuðið til þess að láta í ljósi undrun
sína og fögnuð.
Þegar drengurinn liafði lokið máli sínu,
sagði hann: „Þetta stendur heima. Eg
koni frá Brunnstað, þar sem ég hafði liaft
ábátavænlega verzlun og umfangsmikla
kaupsýslu. Ég man vel eftir því, að ég
fór eitt sinn út úr vagninum og gekk spol-
korn af veginum af því að veðrið var svo
gott. Ég lilýt að liafa misst veskið, þegar
ég fór aftur upp í vagninn. Þetta var víst
Um liálfa mílu vegar frá þorpinu ykkar“.
„Já, þetta stendur heima“, sagði skó-
smiðurinn.
„En nú verðið þið fyrst að fá eitthvað
til að styrkja ykkur. Þið segist hafa geng-
ið alla þessa löngu leið“.
„Já, ég kunni ekki við að liafa svona
mikið af annara manna peningum í mín-
um húsum. Hafði engan frið“.
Herra Steinn hraðaði sér út, en kom
að vörmu spori aftur. Hann settist lijá
gestum sínum, lauk upp veskinu, breiddi
peningaseðlana á borðið og reri liöfðinu
ánægjulegu. „Já, það er þarna allt sam-
an! Ég er mjög þakklátur fyrir það. Nú
ætla ég að biðja yður að þiggja þennan
hlut af fjárhæðinni, sem vott um þakk-
læti mitt. Það er sanngjarnt að yður verði
þessi viðburður einnig til einliverrar
ánægju, auk þess liafið þér gengið alla
þessa löngu leið borgunarlaust“.
Síðan ýtti hann einum þúsund-króna
seðli til skósmiðsins og mælti: „Gerið þér
svo vel“.
Skósmiðurinn starði á liann. Hann
skildi ekki neitt í neinu og varð fölur af
geðshræringu. Loks gat hann áttað sig svo,
að hann sagði:
„Þetta er of mikið — mikið — allt of
mikið. Þetta er einliver misskilningur,
lierra Steinn!“
Hinn brosti. „Nei, þetta er enginn mis-
skilningur. — Það er ekki einungis það,
að ég vilji láta í ljós gleði mína yfir liin-
um fundnu peningum, ég vil einnig lála
í Ijós, live mikils ég met heiðarleik yðar
og ráðvendni“.
Þá greip skósmiðurinn höndum fyrir
andlit sér, og tárin streymdu út um greip-
ar hans, og þegar herra Steinn starði á
liann bæði undrandi og skelfdur, sagði
Rúdolf litli: „Við þurftum einmitt að fá
800 kr., annars hefðrnn við misst liús-
ið okkar. Mamma liefur grátið svo sárt
út af því“.
Steinn þagði. Hann varð innilega
hrærður í hjarta sínu við þá tilhugsun
að Guð vildi nota hann til þess að fa^ra
fögnuð og blessun inn á heimili annara
manna.
Faðir Rúdolfs þurrkaði sér nú um aug-
un á treyjuerminni og mælti biðjandi:
„Þér verðið að fyrirgefa mér, lierra
Steinn. Þetta kom svo skyndilega, allt of
óvænt, hamingjan — frelsið, má ég segja
yður frá þessu öllu eins og það er?“
„Já, minn góði maður, en fyrst verðið
þér að borða miðdegisverð hjá okkur; ég
er búinn að biðja um hann handa yður,
Við borðum ekki fyrr en kl. 5, en þá verð-
ið þér að vera lagður af stað heimleiðis.
Og þér gerið það fyrir mig, að leyfa mér
láta aka yður heim til yðar í vagninum
mínum ?“