Ljósberinn - 01.02.1948, Síða 6

Ljósberinn - 01.02.1948, Síða 6
22 LJÓ SBERINN næsta kvöld, sagði hún, að ekki lægi svo mikið á því, eldhússtúlkan inætti lesa hana ef hún vildi. Hún sagðist liafa keypt talsvært af þess konar bókum upp á síð- kastið og kvaðst lána þær öðrum gegn 10 aura þóknun fyrir hverja bók. Eg sagði henni þá, að bæði eldliússtúlkan og þjónninn mundu vilja fá bækur léðai- hjá henni. A meðan við töluðumst við gleymdi ég alveg skyldum mínum og þegar ég loks- ins komst heim, eftir hálfrar stundar fjarveru, var ég blóðrjóð í kinnum. Bar- óninn hafði heðið mín með mikilli óþreyju. „Hvernig getur yður dottið í hug að vera svona lengi burtu?“ sagði hann í ávítunarrómi við mig í fyrsta skipti. Eg fór að hágráta. „Það var einhver að elta mig og ég var neydd til að fara langa króka til að villa honuin sýn og komast undan hon- um“, sagði ég og greip þannig til lyg- innar, sem allt í einu kom í liuga minn. Hin ágæta húsmóðir mín trúði þess- ari sögu minni og afsakaði strangleika mannsins síns við mig og við liann sagði hún, að liann mætti aldrei framar láta mig fara eina að kvöldlagi til veitinga- krárinnar. Baróninn hristi höfuðið yfir frásögn minni, en hann mátti ekki vera að því að ræða nánar um hana. Það var svo ráðið fram úr þessu á þann Iiátt, að dreng- ur var fenginn til að annast þetta á með- an ökumaðurinn var veikur. Þetta fór þá allt vel að því er mig snerti. En þegar ég var komin inn í herhergi mitt og kvöldsólin varpaði geislum sínum á myndina af frelsaranum að blessa ung- börnin, vaknaði samvizka mín. Einliver ógn greip huga minn, þegar mér varð hugsað til þeirrar frekju minnar, að ljúga að húsmóður minni. Ég grét beiskum iðr- unartárum, en sorgin yfir synd minni var þó ekki nema á yfirborðinu. Því mið- ur brast mig kjark til að játa yfirsjón mína hreinskilnislega fyrir húsmóður minni og biðja hana fyrirgefningar, og vegna þess gat ekki hjá því farið, að ég sykki bráðlega dýpra niður í forað synd- arinnar. Svo var það einn brennheitan júlídag, síðdegis, að við vorum einar lieima, eld- hússtúlkan og ég. Frúin hafði lokið við allan nauðsynlegan undirbúning undir för sína til sjóbaðstaðar, fyrri hluta dags- ins, og ég átti að fara með lienni. Ég réði mér ekki fyrir gleði, því að þetta var í fyrsta skipti sem ég átti að fara þaðan, er ég var horin og barnfædd, og það í langferðalag. Mamma var heldur en ekki hreykin yfir að barni liennar skyldi hlotn- ast þessi lieiður. Frúin hafði ávallt látið unga, fátæka stúlku, sem var í ætt við hana, fara með sér í þessar ferðir, en í þetta sinn átti ég að fara með henni sem herbergisþerna. Hitt þjónustufólkið og þó einkum eldhússtúlkan, öfunduðu mig af þessum frama. Eg hafði verið að hjálpa frúnni til að ganga frá farangrinum all- an fyrri part dagsins, og svo höfðu þau hjónin farið út í ökuferð, en á meðan átti ég að nota tímann til að ganga frá mínum farangri. Þegar ég fór að taka til dót mitt, rakst ég enn á bokarskömmina, sem fyrr hefur verið getið. Ég fleygði henni til liliðar og hélt áfram að raða niður dóti mínu, og þó að ég væri ekkert að flýta mér, var ég búin að því eftir tvær

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.