Ljósberinn - 01.02.1948, Page 12

Ljósberinn - 01.02.1948, Page 12
28 LJÓSBERINN /v\ Ur óöcýut Lriótmlohóinó XVII. Ziegenbalg hnepptur í fangelsi. Raunir þeirra félaga voru engan veg- inn á enda. Þeir urðu mörgu mótkasti að sæta, bæði af heiðingjum og nafn- kristnum Norðurálfumönnum. Höfuðs- maður Dana í Trankebar gerði allt, er bann mátti, til að tálrna starfi Ziegen- balgs og loks lét bann varpa honum í fangelsi. Ziegenbalg var um þær mundir að snúa Nýjatestamentinu á tamúlsku. Nú hugði hann, að liann gæti fengið að lialda því starfi áfram í fangelsinu. En liöfuðsnrað- ur gat ekki unnt honum þess, heldur var honum alveg synjað um ritföng og penna. Ziegenbalg bauð þá höfuðsmanni til sín í fangelsið skömmu síðar. Og er höfuðs- maður kom, tók Ziegenbalg honum með slíkri blíðu, að hann gat ekki fengið af sér að gjalda slíkan kærleika með lratri, og svo fór, að þeir skildu sáttir og góðir vinir. Skömmu síðar var Ziegenbalg laus látinn. Tók hann þá aftur til starfa i söfnuði sínum. Söfnuðurinn tók á móti lionum grátglaður með hjartanlegasta handtaki. Nýjar raunir háru enn að höndum. Engir peningar voru sendir heiman að, og lágu launin þeirra, 200 dalir á ári, komu jafnvel ekki heldur. Og þó áttu þeir að sjá skólabörnunum fyrir fæði og þjónustufólki fyrir kaupi. En þá lijálpaði Drottinn þeim með dá- samlegum liætti. Einu sinni kom til þeirra maður, sem eigi var neinn sérlegur vin- ur Guðs-ríkis, og gaf 20 dali til kristni- boðsins, og síðan kom einn af öðrum. Með þessu móti áskotnuðust þeim 200 dalir og bætti það úr bráðaþörfinni. En þá runnu upp betri tímar fyrir kristni- boðið. Danskt skip rann inn á höfnina og hafði meðferðis 3000 dali til þeirra frá kristniboðsvinum í Danmörku og á Þýzkalandi. Það voru bréf og skýrslur Ziegenbalgs, sem vermdu svo hjörtun lieima fyrir, að meiri kærleikur var sýndur í verki til að efla kristniboðið þar eystra. XVIII. Hans Egede. Friðrik konungur fjórði gekkst víðar fyrir kristniboði en í Trankebar. Að til- hlutun hans var kristniboði líka send- ur til Grænlands.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.