Ljósberinn - 01.09.1954, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.09.1954, Blaðsíða 4
76 LJDSBERINN en á meðan greip sá litli með skopparakringl- una tækifærið og lyfti henni upp úr vasa sínum. — Nei, sjáið bara, hvernig hún snýst! Svona hafði kennarinn einnig átt, þegar hann var í skóla. Nú beindist athygli allra drengj- anna að skopparakringlunni, og þeir stærstu horfðu biðjandi á eigandann og báðu hann um að leyfa sér að reyna. Og Maggi litli frá einu nýbýlinu fyrir utan bæinn reyndi að standa nógu gleitt, til þess að strákarnir tækju eftir skónum hans. Og það var líka sjón að sjá. Einhvern tíma höfðu þeir verið vaðstígvél, þar til faðir hans klippti leggina af þeim og bjó til fjölda gata með fram röndunum. í gegnum þau hafði svo Maggi falleg, gul bönd. — Mikið hafið þið margt fallegt til að sýna mér, sagði kennarinn. — En hefur þú ekki neitt, bætti hann við og klappaði á herðarnar á Óla. Allir fylgdu kennaranum eftir með augunum, en Óli hafði ekkert að sýna. Hann horfði vandræðalega niður fyrir sig. — Kannske hefur þér dottið eitthvað í hug, sagði kennarinn brosandi og hnippti enn einu sinni í Óla, áður en hann gekk inn. Nú, nú, — ætli Óla hefði getað dottið eitt- hvað í hug! Skólabræðurnir hópuðust um- hverfis hann, bentu á hann og stríddu hon- um. Mættu þeir ekki fá að sjá eina af þess- um hugmyndum hans? Einn sagði, að hann bæri kannske hugmyndirnar í vasabókadrusl- unni í brjóstvasanum og greip á sama auga- bragði bókina upp úr vasanum og kastaði henni til jarðar. Þegar drengirnir svo ætl- uðu að ná bókinni, lenti allt í áflogum. — Komið með bókina mína! hrópaði Óli og var sem hann lifnaði allur. Hann, sem annars var svo hæglátur og þögull, varð skyndilega æstur og stökk að hópnum til að ná í bókina sína aftur. Einn af stærstu strák- unum hafði þá þegar náð bókinni, en varð að skila henni aftur vegna hrópanna í Óla. Hann átti nefnilega í dálitlum útistöðum við kennarann. Fyrr en búið var að gera út um þær, vildi hann ekki blanda sér í neitt. Kennarinn hafði líklega horft, á áflogin um vasabókina út um glugg&nn á herbergi sínu, og þegar Óli stalst til að verða eftir inni nokkra stund, eftir að hinir voru farnir út í frímínútur, stóð kennarinn allt í einu við hlið hans. Hvað þeir töluðust við, vissu hinir ekki. Þeir, sem eftir voru á ganginum, reyndu samt að hlusta á það. Það litla vissu þeir þó, að hann hafði blaðað gegnum bókina og gert at- hugasemdir á mörgum stöðum í henni. Að lokum hafði hann skýrt ósköpin öll fyrir Óla, — en það, sem gerðist umfram það, höfðu drengirnir ekki minnstu hugmynd um, því að þeir voru neyddir til að láta sem ekkert væri að og fara. Hvað var það, sem stóð í þessari snjáðu bók, og hvað hafði kennarinn sagt við Óla? Þegar Óli kom út dembdu þeir spurning- unum yfir hann og hrópuðu hver upp í ann- an. Óli sagði ekkert, og drengirnir misstu fljótt áhugann fyrir þessu. Þetta var líklega eitthvað í sambandi við skólanámið, og það var svo sem ekkert skrítið við það. Undir eins og þeir byrjuðu aftur að leika sér, gleymdu þeir Óla og vasabókinni. En skömmu seinna kom bókin aftur fram í dagsljósið á mjög einkennilegan hátt. Það var daginn, er brotizt hafði verið inn hjá kaupmanninum gamla. Drengirnir höfðu all- ir séð brotnar dyrnar á birgðaskemmunni. þegar þeir gengu fram hjá um morguninn á leið í skólann. Nokkrir þeirra staðhæfðu meira að segja, að þeir hefðu séð flöskur og kassa, sem búið var að velta niður, liggjandi á gólfinu. Það var svo mikill kliður á leikvellinum, að hann minnti einna helzt á fuglabjarg. Hann ætlaði varla að hætta, þegar tíminn byrjaði. — Eitt nafn var nefnt aftur og aftur í sambandi við innbrotið. Það var nafn Frið- riks, eldri bróður hennar Stóru-Siggu, en hann hafði verið fermdur árið áður. Þegar hann var í skóla, hafði hann verið grun- aður um að vera þjófóttur. — Eitt sinn höfðu nokkrir smápeningar horfið í húsi, en hann hafði leikið sér með börnum húseigandans þann sama dag. Nú minnt- ust menn þess, að hann hafði alltaf verið hálf flóttalegur — og það, þótt foreldrar hans, sem áttu heima við mýrarjaðarinn, væru ráðvant fólk. Mikið gat það verið slæmt fyrir foreldrana, þegar börn þeirra höguðu sér illa. Að vísu sögðu sumir, að börn húseigandans hefðu sjálf notað peningana, en enginn vissi neitt með vissu. í næstu frímínútum var mikið talað um- að Friðrik hlyti að hafa framið innbrot-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.