Ljósberinn - 01.09.1954, Blaðsíða 6
7»
LJ ÓSBERINN
fingurinn staðnæmdist við ákveðinn stað
og------
Óli stóð á fætur og byi'jaði að tala. Dreng-
irnir horfðu dauðskelkaðir á hann, og kenn-
arinn gekk til hans og settist á boi'ðröndina.
Það var ekki Fi’iðrik, sem hafði brotizt inn
hjá kaupmanninum, og ekki heldur hann, sem
hafði gjört tilraunir til þess. Óli sagði, að
hægt væri að sjá það í bókinni sinni.
Óla rak í vörðurnar, og hann stamaði, en
þegar hann sá hið rólega augnaráð kennai'ans
hvíla á sér, kom dálítið af hugrekki hans
aftur.
Já, þarna stóð það: „29. apríl. f skóla all-
an daginn. Rigning". Og nú kom þetta: „Kjall-
arahlerinn hjá kaupmanninum eyðilagður.
Innbrot?“ Og þegar lesið var lengra stóð:
„Friðrik kom úr heimsókn frá móðursystur
sinni“. Friðrik gat ekki hafa gei't illt af sér,
þegar hann var ekki heima.
Og aftar í bókinni stóð þetta: „6. maí.
Skóli fyrir hádegi. Rúða eyðilögð hjá kaup-
manninum; honum tilkynnt um það“.
Já, svo sannarlega stóð þarna dálítið, sem
ekki var hægt að bera á móti. Kennarinn var
orðinn býsna rjóður í framan. Og hvað var
það þá? — 6. maí var Fi'iðrik farinn að vinna
annars staðai', svo að í það skiptið hlaut hann
að vera saklaus, — nema hann hefði verið
heima þá nótt, en það gæti lögreglan kom-
izt á snoðir um.
Nei, hann hafði ekki verið heima þá —
aldeilis ekki! Óli var orðinn æstur. Hann fann,
að allir horfðu á hann. — Því að daginn eftir
stóð: „Ég lék mér við Friðrik um kvöldið".
Það gat ekki verið, að hann hefði verið heima
tvö kvöld í röð. Húsbóndi hans gæti skýrt
frá því.
Allt í einu reis kennarinn á fætur.
— Komdu, sagði hann og greip í handlegg-
inn á Óla, nú förum við til lögreglunnar.
Og áður en bekkinn vai'ði, voru þeir komnir
út úr dyrunum.
Stóra-Sigga, sem setið hafði höggdofa og
hlustað á það, sem fram fór, hneigði nú höf-
uðið fram á boi'ðið og grét.
Það, sem gei'ðist á skrifstofu kaupmanns-
ins næsta hálftímann, fannst Óla vera sem
fallegur draumur. Lögregluþjónninn hafði
rannsákað bókina hans og sagt, að þeir væru
neyddir til að sýkna Friðrik og komast á
nýja slóð. Þegar skólanum lauk, sá kenn-
ai'inn, að Óli og Sigga urðu samferða heim til
hennar.
Óli varð undr'andi, þegar það rann upp
fyrir honum, að allt snerist um hann.
Daginn eftir sýndi kennaiinn bekknum
þessa merkilegu, litlu bók, sem hafði svo
mikið að segja í þessu leiðinlega máli.
Þetta var dagbók, sem Óli hélt. Það var
góð hugmynd, sem hann hafði fengið þar,
hvaðan svo sem hann hafði fengið hana. Það
væri alltaf gaman síðar, að líta aftur yfir
liðna æfi. Stundum gat hún einnig orðið til
gagns, eins og þeir hefðu nú fengið að sjá.
Strax daginn eftir fóru drengirnir að koma
með vasabækur í skólann, og ekki leið á
löngu, áður en allir drengirnir reigsuðu um
með vasabók upp úr brjóstvasanum. Stund-
um var þar líka litaður blýantur. Það lék
mjög mikill vafi á því, hvort þeir héldu dag-
bók. Að minnsta kosti var kennarinn mjög'
efins um það. En nú snerist allt um Óla.
Vasabókin tók bæði bolta og skopparakringlu
fram, og drengirnir gerðu ekki lengur gys að
Óla fyrir feimni hans og fyrir það, að hann
bæri alltaf á sér bækur.
Skömmu seinna var hinn rétti þjófur tek-
inn. Það var ungur maður úr nágrenninu, og
hann var tekinn, þegar hann ætlaði aftur að
reyna að brjótast inn. Og þegar nági'anninn,
sem hafði saknað smápeninganna, kom loks-
ins og játaði, að sonur hans hefði tekið þá
af diskagrindinni, skein sólin aftur heitt inn
í litla heimilið við mýrarjaðarinn.
(t,-------------------------------------<*,
HllÉF ASI4IPTI
Grétar Jón Guðmundsson, Brekkuvelli,
Barðaströnd, pr. Haukaberg, óskar eftir
bréfasambandi við pilt eða stúlku á aldrin-
um 12—15 ára einhvers staðar á landinu.
Sverrir Guðmundsson, sama stað, óskar
eftir bréfasamband við pill eða stúlku á
aldrinum 15—18 ára einhvers staðar á land-
inu.
Brynhildur Nanna Guðmundsdóttir, sama
stað, óskar eftir bréfasambandi við stúlku á
aldrinum 9 12 ára einhvers staðar á land-
inu.
Guðríður Guðmundsdóttir, sama stað, ósk-
ar eftir bréfasambandi við pilt eða stúlku á
aldrinum 8—10 ára einhvers staðar í land-
inu.
i-----------------------;--------->-----