Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 26
134 Hermaðurinn tautaði eitthvað fyrir munni sér og virti Daníel fyrir sér með hvössu augnaráði. — Þú ert ekki að skrökva, sagði hann hægt, það get ég séð á augunum í þér. Ég á sjálfur lítinn strák heima í Dölunum. Hann þagnaði andartak. — Og það er jólakvöld, bætti hann við lágum rómi. En allt í einu varð rödd hans aftur hvöss. — Þekkir þú einkunnarorðið? spurði hann, án þess sleppi ég ekki neinum fram hjá. Daníel hristi höfuðið. Hermaðurinn hóf byssuna á loft. — Krjúptu á hnén, kallaði hann reiður. Biddu Faðir vor, þú ert áreiðanlega njósnari. — Nei, nei, grátbændi Daníel, það er satt, sem ég segi. — Á hnén og biddu fyrir þér, skipaði her- maðurinn. Daníel kraup niður, og með skjálfandi rómi byrjaði hann: — Faðir vor, þú, sem ert á himnum. — — Stanzaðu, hrópaði Svíinn, þú ert ekki njósnari! Þú hefur sagt einkunnarorðið, og það er rétt, þú mátt fara! Hann ýtti varlega við drengnum, þar sem hann lá á hnjánum. — Þú skalt vita það drengur minn, hélt hann áfram með eðlilegum rómi, að einkunn- arorðið á þessari heilögu nótt er: — Faðir vor, þú, sem ert á himnum! Daníel þaut á fætur. — Guð blessi yður, sagði hann innilega, yður og litla drenginn yðar. Svo flýtti hann sér leiðar sinnar. Svíinn horfði á eftir honum, og bros ljóm- aði á hörkulegu andliti hans, og hann sagði með sjálfum sér: — Núna er nótt miskunnseminnar og mild- innar. Fyrir dögun náði Daníel heim. Það varð! mikil gleði við komu hans og minnkaði ekki við það, að móður hans batnaði aftur. En Daníel gleymdi aldrei sænska góð- hjartaða hermanninum, sem var svo veg- lyndur að sleppa honum í gegn. — Svíar eru sómamenn, sagði hann oft, bara, að þeir gætu orðið vinir okkar. Það áttu þó eftir að líða um tvö hundruð og fimmtíu ár, áður en þessi hlýja ósk rættist. LJÓSBERINN JÓLAGLEÐIN NXJ fagnar hjarta’ og hugur minn, nú hringja klukkur jólin inn. Sá gestur kemur Guði frá, og gleður börnin stór og smá. Nú opnar Drottinn himins hlið og heilagt sendir englalið að boða öllum náð á ný, sem náttmyrkrunum búa í. Nú syngi hver, er sungið fœr, því, sjá, af himni birtu slœr, sem boðar enn á jörðu jól, því Jakobsstjarnan verður sól. Hann kemur, Guðs hinn kæri son, hann kemur huggun þín og von. Ó, kom, með höndum tómum tveim að taka móti gesti þeim. Þér getur allt sá vinur veitt, hann veit, að þú átt ekki neitt. Hann gefur þér himi œðsta auð, sem aldrei þrýtur : lífsins brauð. Til hvers og eins kom, herra, nú, í hjörtum vorum jól þér bú. Tak burtu það, sem óhreint er, að allt sé þar, sem vera ber. Já, kom til vor, þú herra hár! Oss hrynji af augum fegins tár. Vér flytjum þér við hörpu-hljóð vor hjartgrónustu þakkarljóð. -----□ B.J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.