Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 21
LJDSBERINN 129 gamla. Guð á alla hluti í öll- um heiminum, og nýi kristni- boðinn sagði, að hvað, sem við bæðum um, það fengjum við. ef við aðeins þyrftum þess með og treystum honum alveg. Þegar forstöðukonan fann hið barnslega traust Su Ling, hætti hún alveg við að segja það. sem hún var komin til að segja. Kristniboðarnir báðu mikið fyrir Su Ling tímann, sem eft- ir var til jóla. Von þeirra minnkaði þó meir og meir eft- ir því, sem nær dró jólum. Su Ling lék aftur á móti við hvern sinn fingur og varð stöð- ugt sannfærðari. Hvað voru 288 gjafir fyrir þann, sem átti óteljandi grúa af stjörnum og auk þess bæði sól og tungl. Jólin voru komin. Kristni- boðarnir og aðstoðarfólkið höfðu sezt meðal barnanna. Von þeirra vegna Su Ling hafði sízt aukizt. Fröken Fraser sá um útbýt- ingu jólagjafanna. Hún rétti hverjum sinn böggul. Röðin kom að Su Ling. Hún fékk auðsjáanlega brúðuna, sem kristniboðsvinir í Ameríku höfðu sent. — Hér er áreiðanlega falleg gjöf til þín, Su Ling, sagði fröken Fraser eins glaðlega og henni var unnt. Það voru tár kenna barmnu við fyrsta tækifæri að biðja öðru vísi. Þetta mátti ekki koma fyrir aftur. Su Ling settist aftur í sæti sitt. Hún athug- aði fyrst utanáskriftina á bögglinum. — Síðan leysti hún gætilega fallega rauða borð- ann utan af, vatt hann saman og stakk hon- um í vasa sinn. Þá tók hún jólapappírinn utan af, og pappaaskja kom í ljós. Fyrst braut hún marglita pappírinn vandlega saman og stakk honum einnig í vasa sinn. Nú lyfti hún lokinu af öskjunni og gægðist undir það. Undrunar- og fagnaðaróp brauzt fram á í augum forstöðukonunnar, þegar hún rétti Su Ling böggulinn. Hún hugsaði sem svo, að ein brúða gæti ekki komið í stað þessara gjafa, sem Su Ling vænti að fá. Su Ling þakkaði fyrir sig, en horfði um leið með eftirvæntingarsvip á bögglana, sem enn voru undir jólatrénu. Það hafði ekki vaknað hinn minnsti efi í hjarta hennar um, að gjafirnar væru ekki þar. Tvö stór tár runnu niður kinnarnar á fröken Fraser og féllu niður á næsta böggul, sem hún rétti. Hún ákvað með sjálfri sér að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.