Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 20
128 LJ DSBERINN Guð vissi hvað senda skyldi Jláfaiacfa e^tir ereia Wo, Su Ling var munaðarlaus. Hún hafði nú búið í tvö ár á munaðarleysingjaheimili kristniboðsins í kínversku stórborginni Shanghai. Tvö hamingjusöm ár, og ekki sízt þau tvenn jól, sem hún hafði lifað þarna. En á báðum þessum jólum, hafði gott fólk sent henni fallegar gjafir. Og nú voru þriðju jólin að nálgast. Soong, kínverska kennslukonan, sagðd eitt sinn, að jólin væru tími gjafanna. Á hinum fyrstu jólum, færði Guð okkur sína stærstu gjöf, son sinn Jesúm. Nú minnast menn þessa með því að gefa hver öðrum gjafir á jólunum. Sú Ling hafði einnig hugsað sér að gefa jólagjafir. En hvernig átti nún, sem ekkert átti, að útvega sér þær? Þá var það, að nýi kristniboðinn bennti henni á leið. Su Ling hlustaði með mikilli athygii á allt, sem hann sagði. Hún heyrði hann segja frá því, hvernig hann fékk fé til fararinnar og allt annað, sem hann þarfnaðist með því að biðja Guð. — En Guð er ekki aðeins að hugsa um mig, sagði kristniboðinn, heldur er hann einnig að hugsa um ykkur. Þið getið beðið hann um allt, sem þið þarfnist, ef það er gert í trú og án þess að efast. — Er það satt, að Guð geti gefið okkur allt, sem við þörfnumst, Soong, spurði Su Ling eitt sinn, er þær sátu saman við sauma. — Já, vissulega, svaraði Soong sannfær- andi. — Ætli hann geti einnig gert eitt fyrir mig, ef ég er ekki eigingjörn, en vil aðeins gleðja aðra? spurði Su Ling aftur. — Ég er viss um, að hann bæði getur það og vill það, svaraði Soong, og hinar lipru hendur hennar unnu í ákafa. — Ég hefi beðið Guð um gjafir til jólanna, hélt Su Ling áfram. — Gerðir þú það vina mín? svaraði Soong. — Ég hefi beðið hann um 288 gjafir, bætti Su Ling við án þess að hika. — Hvað segir þú, Su Ling! Soong var nærri búin að missa það, sem hún var að sauma. Tvö hundruð áttatíu og átta gjafir! Hvað ætlar þú að gera við þær allar? Er það nú ekki eigingjarnt að biðja svo mikils? spurði hún yfir sig forviða. — Jú, en ég sagði, að það væri ekki fyrir mig. Fyrstu jólin, sem ég var hér, þá fékk ég bæði hrísgrjón, sælgæti og fallega brúðu. Síðustu jól fékk ég nýt föt, mikið af sælgæti og skemmtilega bók. Ég vil ekki ávallt vera að fá gjafir, en gefa aldrei neitt sjálf. Nýi kristniboðinn fékk allt, sem hann þarfnaðist, aðeins með því að biðja Guð um það. Nú hefi ég beðið Guð um 288 gjafir handa öllum börnunum og kennslukonunum og einnig Chang gamla. — En, Su Ling, þetta er að ætlast til of mikils af Guði, sagði Soong. — En Guð getur gert það, svaraði Su Ling. — Já, en . . . en . . . Soong vissi ekki, hverju hún ætti að svara. Hún varð að tala um þetta við forstöðukonuna, fröken Fraser. Su Ling var í saumastofunni næsta dag, þegar fröken Fraser kom þar og settist við hlið hennar. — Su Ling, fröken Soong hefur sagt mér, að . . . Hún komst ekki lengra, því að Su Ling leit upp og andlitið Ijómaði um leið og hún sagði: — Já, er það ekki gott, að Guð skuli geta sent mér gjafir handa öllum börnunum og kennslukonunum og einnig handa Chang

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.