Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 17
125 LJÚSBERINN Hann gat fengið þurrt laufið til að loga og horfði ánægður á, hvernig logarnir sleiktu sprekið. Það brakaði og brast, og Amat hljóp aftur inn í skóg- inn til að sækja fleiri greinar og kvoðu og kastaði því á eld- inn. Svitinn spratt fram á and- liti hans, og hann skalf allur af spenningi. Ó, að eimlestar- stjóranum tækist að stöðva lestina, og Jim yrði bjargað. Nú heyrðist reiðiöskur, því að Kínverjarnir höfðu uppgötv- að eldinn, og komu nú hlaup- andi með löng prik til að sundra bálinu og slökkva í því. Titr- andi af ótta flýtti Amat sér út í skóginn. Hafði öll hans á- reynsla og erfiði verið árangurslaust? Nei — til allrar hamingju ekki, því að nú hægði lestin ferðina. Stóru hjólin runnu hægar og hægar eftir teinunum og stóðu loks kyrr fyrir framan leifarnar af bálinu. Fólk streymdi út úr klefunum, og spurningar, sem báru vott um ótta, hljómuðu víðs vegar: — Hver hafði stöðvað lestina og hvers vegna? Grannvaxinn Malayja drengur gekk fram í ljósið frá hinum sterku ljóskerum eim- lestarinnar. — Góði, hrausti Amat, kallaði Jim, ég vissi, að það var þitt bál. Ég sá það, þegar við ókum inn í stóru beygjuna að brúnni, og ég hljóp eftir allri lestinni og fékk eim- lestarstjórann til að stanza; hvað hefur kom- ið fyrir? — Þorpararnir hafa rofið teinana og lagt hliðarspor gegnum skóginn og út að fljót- inu, sagði Amat, komið, og þá skal ég sýna ykkur það. — Fólkið, sem stóð í kring um þá, hristi tortryggið höfuðið, en lestarstjórinn tók sterkt ljósker, og í fylgd með föður Jims og nokkrum lestarþjónum fór hann á eftir Amat og Jim eftir teinunum. — Þeir hafa einnig bundið föður minn og kastað honum inn í skóginn, af því að hann vildi gera lestinni viðvart, sagði Amat. — Við munum áreiðanlega hjálpa þér að finna hann, sagði faðir Jims, því að við erum öll í mikilli þakkarskuld við þig, því að í nótt hefur þú bjargað lífi okkar. Sagan um hrausta Malayjadrenginn flaug frá manni til manns með hraða eldingar. Farþegarnir þyrptust um hann og klöpp- uðu á herðar honum. — Hann hefur farið í gegn um skóginn. Hann hefur leikið á Kínverjana og stöðvað lestina með því að kveikja bál, sögðu menn. — En hvernig fékkstu eld, því að svona ungir drengir ganga ekki um með eldspýtur? Þá hló Amat og hóf upp kveikjarann sinn. — Ef ég hefði ekki fengið hann í jólagjöf, þá.--------- — Þá hefðum við legið á botni árinnar, sagði faðir Jims. Þessum peningum hefi ég bezt varið á ævi minni. Hitt fólkið sagðist einnig vilja gefa Amat eitthvað. Það byrjaði að safna peningum, svo að hann gæti keypt sér litla plantekru, þegar hann yrði stór. Jim lagði höndina á öxli Amats og sagði: — Komdu — komið öll, nú skulum við fara og bjarga föður Amats og segja honum, að allt hafi farið vel og að það sé Amat, að þakka og jólagjöfinni, sem hann fékk. -------□--------

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.