Ljósberinn - 21.02.1925, Síða 1
s -í» Smárit barnanna «<-
Jnei'is ..'u/ði: „Leyfið bömunum að koma til min ny bannið fieivi
það ekki, þoi slikum heyrir Guðs ríki til~. Mark. 10, 14.
V. ár
Reykjavík, 21. t'ebr. 1925
7. blað
Jesús blessar ungbörnin.
(Sunnudagaskólinn 22. febr. 1925).
Lestu: Mark. 10, 13—16.
Minnistexti: Matt. 21, 16.
„Af munni barna og brjóstmylk-
inga hefir þú tilbúið þér lof“.
Til eru margar fagrar barnasögur. En sögurnar
um Jesúm, góða hirðinn, barnavininn mesta, eru öll-
um öðrum barnasögum fegri, því að það var Jesús,
sem b 1 e s s a ð i börnin, gaf þeim þá gjöf, sem aldrei
verður frá þeim tekin, ef þau vilja varðveita hana.
Hvað gaf hann þeim? Hann gaf þeim sjálfan sig.
Hve nær gaf hann sig þér, bamið gott? þegar eg
var skírð, muntu svara.
Mundu þá eftir skírnarstundinni, skírnardegin-
ufn þínum. þá var þér gefin bezta gjöfin, sem
nokkru barni getur hlotnast, því að þá hlauztu Jes-
úm sjálfan að gjöf og með honum eilífa lífið, því að
Jesús er 1 í f i ð. — þú vissir ekki þá, hvað hann
gjörði við þig, en foreldrar þínir vissu það. þau
vissu, að hann þráir svo hjartanlega, að börnin séu
borin til hans, til þess að hann geti, áður en þau