Ljósberinn


Ljósberinn - 21.02.1925, Side 6

Ljósberinn - 21.02.1925, Side 6
54 LJÓSBERINN en einkum þó á jólunum, því að þá voru bömin með, ef mögulegt var. Já, mörg var blessunin, sem sveitafólkið öðlaðist í torfkirkjunni sinni, engu síður en nú í háreistum timburkirkjum. þar var boðaður sami fagnaðarboð- skapurinn, sem boðaður er enn og æ mun verða boð- aður: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn ein- getinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf“. þessi „litla biblía“ var höfð um hönd þá, eins og nú, því að hún verður ávalt hin sama. Þrjár kongsdætur. Einu sinni var ungur konungssonur. Hann hét Húnbjartur og var einkasonur foreldra sinna. þegar hann hafði tvo um tvítugt, vildi konungur faðir hans, að hann kvongaðist. Konungurinn vildi helzt að hann kvongaðist einni af dætrum landsins, en konungssyninum leizt ekki á neina þeirra. þá sagði forsætisráðherra, að konungurinn í næsta ríki ætti dætur tvær, sem væru svo forkunnar fríðar. Hann var búinn að fá sér myndir af þeim, og þegar konungssonurinn sá þær, varð hann alveg

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.