Ljósberinn - 21.02.1925, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN
51
pá sagði Ragnar: „pú átt ekki að blóta. Mamma
mín segir að það megi góð börn aldrei gera og sama
er okkur kent í sunnudagaskólanum“. Mamma þín
hefir líka sagt þér að þú mættir ekki tala ljótt“.
„Já“, sagði Kalli dræmt, „en mamma heyrir ekki
til mín núna, og svo blótar hún sjálf oft meira en
þetta“.
„þó mamma þín heyri ekki til þín, þá heyrir Guð
til þín“, sagði Ragnar. „Talaðu aldrei Ijótt oftar,
Kalli minn. Við erum vinir og mig langar til að vera
félagi þinn, því þú ert góður drengur; þetta er ljót-
ur vani; komdu með mér í sunnudagaskólann á
hverjum sunnudegi, kl. 10, þar færðu leiðbeiningar
um það, hvernig þú átt að verjast hinu vonda og
iðka hið góða“.
Næsta sunnudag sat Kalli viið hliðina á Ragnari
félaga sínum í sunnudagaskólanum í K. F. U. M. og
söng hátt með hinum bornunum:
„Við fi'eistingum gæt þín og falli þig ver,
þvi freisting hver unnin til sigurs þig ber,
gakk öruggur rakleitt mót ástriðu her,
en ætíð haf Jesúm í verki nteð þér“.
Kæru Ljósberabörn! Lærið af sögunni um þessa
tvo drengi. Lærið af Ragnari að vera ljós á vegum
annara barna. Biðjið í Jesú nafni:
„Ó, faðir ger mig litið ljós
um lífs míns stutta skeið,
að lýsa hverjum hal og drós,
sem hefir vilst af leið“.
Munið ætíð að Guðs alskygna auga hvílir ávalt á