Ljósberinn - 21.02.1925, Síða 4
52
LJÓSBERINN
ykkur. Alt, sem við gerum það sér hann, og alt, sem
við tölum heyrir hann.
----o----
Víðimýrarkirkja.
Hérna sjáið þið, börn, mynd af gamalli sveita-
kirkju. það er t o r f k i r k j a. Veggir eru hlaðnir
úi' torfi og grjóti og þakið er úr torfi.
Ykkur mun ekki finnast þetta veglegt Guðshús.
En sjálfsagt hefir hún þótt snoturt hús á sínum
tíma. Sveitafólkið þekti þá varla annað en torfbæi
með grasigrónum þekjum. það hneykslaðist því ekki
á því, þó að kirkjurnar væru með sama sniði hið
ytra, eins og bæirnir. þá voru engir ofnar í kirkjum
fremur en í bæjunum. En torfþakíð og veggirnir
hlúðu að, svo að aldrei var eins kalt í þessum hús-
um eins og nú er í ofnlausum timburhúsum.
Kirkjan er ofur fátækleg og hrörleg á að líta að
utan, það er aldrei nema satt. En þrátt fyrir það,
var hún heilagur staður. þangað voru börn
borin til skírnar og þar voru þau fermd á -hátíðleg-
um degi, og þar gengu þau til altaris og þangað
komu þau síðan á æskuskeiði og fullorðinsárunum
og síðast á elliárum. þar var flutt orð Guðs á helg-
um dögum, þar voru bænir beðnar og sálmar sungn-
ir Drotni til dýrðar og hreldum mönnum til hugg-
unar og vonglöðum æskumönnum til fagnaðarauka.
þar steig presturinn í stólinn og bað og las upp
heilög sagnamál og himnesk birta skein í hverri sál,