Ljósberinn - 14.03.1925, Qupperneq 1
Jtsú.s' sagði: „Leyfið börnunum að koma til min og banniðþeim
það ekki, þvi slílcum heyrir Guðs ríki til“. Mark. 10, 14.
Hlýðið á Jesúm.
Sunnudagaskólinn 15. marz 1925.
Lestu: Mark. 9, 2—8.
Minnisorð: Jóh. 1, 14b.
„Og vér sáum hans dýrð, dýrð sem
eingetins sonar frá föður“.
„pessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann“.
pað var faðir Jesú Krists og faðir vor, sem tal-
aði þessi orð.
þessi orð eru líka til ykkar töluð, kæru börn!
Hlýðið á Jesúm. þá fáið þið að sjá dýrð hans. Hann
er alt af að biðja fyrir 'ykkur, að þið mættuð alt af
hlýða honum, því að hver sá, sem hlýðnast honum,
hefir eilíft líf. Og síðast biður hann:
„Faðir, eg vil, að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá
mér, þar sem eg er, til þess að þeir sjái dýrð mína,
sem þú hefir gefið mér“. (Jóh. 17, 24.).
Ef við hlýðum á Jesúm, heyrum og varðveitum
orð hans, þá verðum við sæl, því að þá fáum við að
sjá dýrð hans.
það voru ekki nema þrír af postulum Jesú, sem
fengu að sjá dýrð hans á fjallinu. Hinir sáu ekki
annað af dýrð hans en það, sem alt af kom í Ijós í