Ljósberinn - 14.03.1925, Síða 3
LJÓSBERINN
75
gleymdi hann heili’æði föður síns. Einu sinni var
hann á hafi úti og var vökumaður á skipi. Hann
datt fyrir borð, en af því að hann var syndur sem
selur, gat hann haldið sér lengi uppi. En hann var
nú samt hræddur við hákarlana, sem voru að
sveima kringum hann þar; en þá kom honum í hug
heilræði föður síns.
„Eg hugsaði til Daníels í ljónagryfjunni“, sagði
hann, „eg mintist þess, að Guð lokaði munni ljón-
anna, og svo bað eg hann að loka gini hákarlanna“.
Og Guð heyrði bæn svarta drengsins. Hákarlarnir
léku sér í kringum hann, en gerðu honum ekkert
mein. Seinna var skotið út báti til að sækja hann, og
honum var bjargað.
Já, satt er það, börn: Hollur er sá, sem hlífir.
„Eitthvað þeim til líknar legst,
sem ljúfur Guð vill hjálpa“.
----O----
Blóm f stað þistla.
Abraham Lincoln forseti sagði einu sinni:
„Eg óska þess, þegar eg dey, að þá megi verða sagt
af þeim, sem þektu mig bezt, að eg hafi altaf kipt
upp þistli og plantað blóm þar sem eg hugði að blóm
mundu spretta".
En hvað heimurinn yrði þá miklu betri ef við tækj-
um okkur öll til og gerðum eins og Lincoln: plönt-
uðum blóm í staðinn fyrir stingandi þistil. Tækifæri
til þess gefst oss á hverjum degi sem vér lifum.