Ljósberinn - 14.03.1925, Qupperneq 4
76
LJÓSBERINN
petta var einmitt starf Jesú, meðan hann var hér
á jörðu og gekk um og græddi. pað verður líka að
vera starf litlu lærisveinanna hans.
Vörumst, börn, að planta þistla. Kippum þeim upp
og plöntum blóm í staðinn til nytsemi og fegurðar-
auka.
----o-----
Réttu þeim næsta.
Góður og trúrækinn maður sagði einu sinni eftir-
farandi sögu:
„þegar eg var á skólaaldri fór eg einu sinni sem
oftar heim til foreldra minna í skólafríinu. Eg átti
langa leið fyrir höndum, og var yfir sjó að fara. Eg
átti fyrir fari með milliferðaskipinu, en ekki einn
eyri fram yfir það. Eg var svo barnslega einfaldur,
að eg hélt, að um leið og eg keypti farseðilinn, þá
ætti eg líka vísan mat á skipinu.
Veður var gott framan af. Sjórinn sléttur, og mat-
aðist eg þá eins og aðrir á réttum matmálstímum.
En þegar kom út í rúmsjó, óx öldugangurinn; varð
eg þá mjög sjóveikur og lá í farrýminu og vissi eigin-
lega ekkert hverju fram fór. Eg lá eins og í dvala.
Svona lá eg nú tímum saman. En þegar sjóferðin
var úti, þá var eg vakinn af dvalanum. Matsveinn-
inn kom til mín með seðil í hendinni og sagði:
„Hérna er reikningur til þín“.
Mér varð heldur en ekki bilt við þessa kveðju og
sagði ósköp vandræðalegur:
„Eg hefi ekki nokkurn eyri til að borga með“.