Ljósberinn


Ljósberinn - 14.03.1925, Síða 6

Ljósberinn - 14.03.1925, Síða 6
78 LJÓSBERINN orðinn og búinn að gleyma því öllu, sem gerðist á milliferðaskipinu. þá bar svo til eitt sinn að eg var að kaupa mér farseðil á járnbrautarstöð. I þeim sömu svifum kom eg auga á grátandi dreng. Hann var líka að kaupa farseðil. Hann var að reyna að verj- ast. tárum, en gat það ekki. ,,Af hverju standa þér tár í augum drengur minn?“ spurði eg. ,,Eg hefi ekki nóga peninga fyrir farseðlinum“, svaraði hann; mig vantar fáeina aura. En því lofa eg og það skal eg efna, að eg skal koma og borga það, sem til vantar, ef maðurinn vildi trúa mér fyrir því“. þá rifjaðist hún aftur upp fyrir mér gamla sagan mín. Nú, einmitt nú, gafst mér færi á að rétta hinum næsta ástgjöf þá, sem mér hafði verið gefin. Eg fékk drengnum þá aura, sem til vantaði. Og að því búnu fórum við báðir inn í sama vagnklefann. þar sagði eg svo drengnum söguna af mér og matsvein- inum. „Og nú hefi eg rétt að þér það, sem hann gaf mér“, sagði eg að lokum. „Gleymdu því nú ekki, ef þú hittir einhvern, sem þarfnast hjálpar þinnar, að þá er röðin komin að þér með það, að rétta þeim næsta“. „því skal eg aldrei gleyma“, sagði drengurinn með alvörugefni og tók í hönd mér. Og eg fann það á handtakinu, að honum var alvara. þegar eg var kominn þangað, sem ferðinni var heitið, þá skildum við vinirnir, því að hann ætlaði að fara lengra en eg. Hið síðasta, sem eg sá til hans var það, að hann veifaði vasaklútnum sínum út úr vagn- glugganum, meðan lestin var að hverfa úr augsýn.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.