Ljósberinn


Ljósberinn - 04.12.1926, Side 2

Ljósberinn - 04.12.1926, Side 2
LJÓSBfcRlNN 38(5 í konungshöll himinsins og lijarta pitt mun fagna eilífum fögnuði, sem enginn getur tekið frá. þér. Y. .Ræktarleysi barna. Einu sinni var bóndi, sem átti sex börn. Pegar hann var hniginn á efra aldur, skifti hann öllum eigum sínum milli þeirra í jmirri von, að börnin mundu sjá honum farborða pað sem eftir var æfinnar, Hann settist nú fyrst í hornið hjá elzta syni sín- um. En eigi leið á löngu, áður en jiessi sonur hans kæmi til hans einn morgnn og segði við hann: »Faðir minn! í nótt fæddíst mér sónur og nú verður vaggan hans að standa juir sem stóllinn þinn stendur. Viltu nú ekki hafa vistaskifti og fara til bróður míns; stof- an lians er stærri en stofan mín«. Faðir lians lét. sér það vel líka og fór til þessa sonar síns. En þess var ekki langt að bíða, að hann yrði ekki líka Íeiður á föður sínum og sagði við hann: »Faðir minn, þér þykir undur gott að hafa hlýtt í stofunni, en mér verður ilt í höfðinu af því. Viltu ekki heldur fara til bróður míns, liann er bakari?« Faðir lians fór þá til bakarans. En brátt varð hann þar líka til byrði, svo að liann sagði við föður sinn: »Faðir minn! Hérna hjá mér er fólk alt af á ferli út og inn allan daginn. Allar hurðir standa stöðugt upp á gátt, og þú getur aldrei fengið að sofa miðdegisblundinn þinn í næði.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.