Ljósberinn - 22.10.1927, Blaðsíða 1
Drottinn hjálpar.
(Sunnudagaskólinn 16. okt. 1927).
Lestu: 2. Kon. 19, 14—20; 35.
Lærðu: Sálm. 46, 2.
Hiskía, konungurinn í Júda-ríki, var
í vanda st.addur. Sanherib Assyríukon-
ungur ritar honura bréf og segir honum,
að liann verði að gefa sig og þjóð sína
sér á vald, ef hann vilji lífi halda. Eng-
inn Guð gæti hvort sem er frelsað hann
úr höndum sínum; það sé heimska, að
hugsa það.
Hiskía fór hina einu réttu leið með
bréflð. Hann fór með það í musteri Drott-
ins og rakti það sundur fyrir Drotni,
gerði bæn sína og mælti: »Drottinn, Guð
vor, frelsaðu oss af hendi þessa vold-
uga konungs, svo að öll konungsríki jarðar
megi kannast við, að þú einn ert Guð!«
Og Drottinn heyrði bæn hins auðmjúka
konungs og frelsaði Jerúsalem af hendi
hans með dásamlegurrr hætti.
Og enn er Drottinn hinn sami. Eng-
inn hjálpar, nema hann. Petta vissi
Lúther. Hann trúði þessum orðum: »Guð
er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í
nauðum«. Og svo orti hann sálminn al-
kunna út af þeim:
»Vor Guö er borg á bjargi traust,
hið bezta sverð og verja;
hans armi studdir óttalaust
vér árás þolum hverja« o. s. frv.
Förum að eins og Hiskía; leggjum
alt á vald og vilja Drottins, og verum
svo örugg og ókvíðin. Hann hjálpar efa-
laust. Guði er enginn hlutur ómáttugur.
Mundu eftir pvíí
l'iinu sinni stóð drenghnokki hálfbog-
inn yfir einu leiðinu úti í kirkjugarðin-
um; honum boguðu brennheit tárin niður
vanga; seinast rétti hann sig upp, leit
tárvotum augunum upp til himins og
hrópaði: »Hans, ó, Hans!«
Pá gekk einhver fram hjá og spurði:
»Hvern ert þú að gráta, dréngurinn
minn?«
»Eg er að gráta hann bróður minn«,
svaraði drengurinn. »Eg var ekki góður
við hann, meðan hann var á lífi, en þó
var hann alt af góður við inig«.
Hvað mundir þú þá gera nú, ef þú
gætir fengið hann aftur lifandi?« spurði
maðurinn.
»0, þá mundi eg aldrei hryggja hann