Ljósberinn - 22.10.1927, Page 3
LJÖSBERINN
339
sem var framreitt þar, en nú sneri hún
sér alveg frá kaffibollanum og virti frúna
vandlega fyrir sér, áður en hún tók til
ináls. Að því búnu mælti hún hægt og
rólega: »Ó, nei, frú mín góð! Það er
enginn misskilningur; og svo mannglögg
er eg, að eg þekki litla lambið frá öðr-
urn krökkuin. Eg kallaði hana þá ein-
mitt litla lambið strax, því að hún minti
mig á lamb, jarmandi fráfærulamb, sem
grætur mömmu sína svo sárt. — Já, hún
kom í kofann minn, og hún færði mér
það, sem mér hefir verið neitað um, —
hún færði mér blessun táranna. Líf mitt
var orðið eins og gróðurlaus eyðimörk,
þar sem ekki sást stingandi strá, og til-
(inningar mínar voru freðnar, en hún
þíddi klakann úr sál minni og lét mig
finna, að ennþá á eg vakandi sál, — eg
heyrði fótatakið hennar í gegnum grát
barnsins, og fann æðasláttinn hennar,
þegar blessað barnið hallaði sér upp að
brjósti mínu og sofnaði rótt, rétt eins
og hún kynni vel við sig hjá mér. Guð
launi henni traustið, það styrkti gamla
hjartað initt —«.
»Góða kona!« greip frúin aftur fram
í fyrir henni. »Eg skil ekkert í þessu,
sein |iér eruð að segja —«.
»I3að getur meir en verið«, hélt Sína
gamla áfram. »En satt er það eigi að
síður, og eg er hissa á því, að þér hafið
ekkert lieyrt um það. — Það var um
kvöld. Eg sat ein heima í kofanum mín-
um, og þá heyrði eg, að barn var að
gráta úti. Eg fór út. Letta var þá litla
stúlkan yðar. Ilún hafði dottið um gadda-
vír. Eg bar hana iqn, — og svo sókti
stúlka hana nokkru síðar. Sagði hún
yður' það ekki? Eg sagði einmitt við
stúlkuna eitthvað á þá leið, að mér
þætti slælega litið eftir börnum nú á
dögum, og þau léku um of lausum hala.
Mér skildist, að telpan hefði týnst. —
Og yöur var ekki sagt frá því! Eg hélt
þó, að móðirin yrði að vita sem flest
um hagi barnsins síns, — ekki sízt á
þessum aldri. — Já, það var hún, sem
kom í kofann minn; og eg vildi óska,
að hún mætti koma þangað aftur, því
hún er blessaður sólargeisli, sem vermir
og lýsir«.
Sína gamla þerraði sér um augun.
Hún hafði viknað við orð sín. Svo fór
hún að drekka kaffið með mestu hægð;
en frúin horfði agndofa á hána, og braut
heilann um það, hvort það mundi vera
satt, sem Gerða hvíslaði að henni, að
Sína gamla væri ekki með öllum mjalla,
og væri æfinlega kölluð vitlausa Sína.
Útlit hennar og framkoina bar þess
reyndar ekki vott. Konan var stillileg
og prúð í framgöngu. En þetta rugl með
barnið staðfesti orðróminn óneitanlega.
»Hvernig var stúlkan í hátt, sein sókti
barnið?« spurði frúin alt í einu. »Var
það þessi stúlka?«
Sína gamla leit á Gerðu, og hristi
höfuðið. »Nei«, sagði hún, »það var ekki
þessi stúlka«.
»Hvar er Lilja?« spurði frúin. En
Gerða var íljót til svars, þegar hún
sagði: »Lilja er ekki heima; frúin sendi
hana rétt áðan eftir kjöti í íshúsið«.
^Pað er alveg satt. Eg var búin að
gleyina því«, sagði hún. »Pað var ann-
ars leiðinlegt«, bætti hún við.
En Gerðu þótti það ekki leiðinlegt.
Hún vonaði fastlega, að Sína gamla yrði
farin sína leið, áður en Lilja kæmi heim
aftur. Og sú von rættist, og þar að auki
var Gerða svo heppin, að um daginn
komu margir gestir, svo að heimsókn
og frásögn Sínu gömlu gleymdist alveg.
En um kvöldið, þegar Gerða og Lilja
fóru að hátta í herbergi sínu, sagði
Gerða, hvað við hafði borið. »Eg var
illa smeik«, sagði hún. »Hvað heldurðu
að frúin hefði sagt, ef að alt hefði kom-
ist upp?«