Ljósberinn


Ljósberinn - 22.10.1927, Side 8

Ljósberinn - 22.10.1927, Side 8
344 LJÓSBERINN fræðslubækur voru til, og hafði eg lesið nokkrar þeirra, en bjóst við að ýmsar þeirra, er eg ekki liafði kynst, mundu leiða í ljós rök fyrir pví, að mælikvarði minn væri annaðhvort ósanngjarn, eða [)á færi í bága við viðurkendar uppeldis- reglur. Mér kom því í hug, að bezt væri að kvnna sér allar bækur, sem um paö efni fjölluðu, en fann um leið, að mig myndi bresta mikið á að geta fullnægt peirri fyrirætlun. Eg settist niður í þung- um hugsunum, vildi ekki verða heitrofi, og pví síður ranglátur í mati mínu. Og er eg var að velta pessu fyrir inér, næstum ráðþrota, var sem ljósgeisla væri varpað í buga minn, og í pví ljósi hug- festust oröin: »Bók náttúrunnar«. Já,— bók náttúrunnar er bezta fyrirmynd á mælikvarða mínum. Nú fanst mér sem fargi létti af huga mínum. Útgöngu- dyrnar opnuðust. Eg reis á fætur, og , náttúran blasti við mér sem opin bók. Nú tók eg að lesa, og hið einkennilega við lesturinn var petta, að í stað pess, sem hann er að jafnaði sögn eða svar, varð hann að iniklu leyti spurningar. Eg vil biðja yður, ungu lesendur Ljós- berans sérstaklega, að veita pví eftir- tekt, hvernig eg á ferðalagi mínu fann leiðina að pví, að mæla orku æskunnar, og hvernig eg las í bók náttúrunnar. Dagur var að kvöldi kominn, og ákvað eg næsta morgun að virða fyrir mér Iiina dásainlegu bók, til pess að öðlast af henni meira víðsýni og öruggari dóm- greind á orku æskunnar. Eg leitaði mér pví næst náttstaðar á góðu heimili, og er eg hallaði mér út af, og hlakkaði ti! morgunupprisu minnar, bað eg Guð af einlægu hjarta að gefa mér styrk til pess, að virða fyrir mér hinar mörgu inyndir. er augum mínum mættu í hinni miklu bók, styrk til að skilja og vit til pess, að velja mælikvarða mínum rétt og sanngjörn mælitákn. Nú mun Förull byrja að lesa í bók náttúrunnar fyrir sjónum lesenda pessa blaðs, í peim tilgangi, að fræðast og finna hinar próttmiklu orkulindir æsk- unnar. Bókina verður hann að hafa fyrir framan sig, án pess að geta haldið á henni. Hún er alt of stór fyrir hinar veikbygðu hendur hans. Pér sjáið, hvern- ig hann hagar sér í næsta blaði Ljós- berans. Tómar hendur. Tveir menn voru á gangi, annar ung- ur, en hinn roskinn og ráðinn. Sá, sem yngri var, sagði hinum frá öllum fjár- hagsörðugleikum sínum, og sínum slæmu framtíðarhorfum. Sá, sem var eldri og reyndari, réð honum mjög skynsamleg heilræði. Loks tók hinn yngri fram í, heldur ópolinmóðlega, og sagði: »I4vað á til bragðs að taka, þegar maöur hefir ekkert nema tómar hendur«. Pá svaraði hinn eldri með mestu hægð: »Þá er að reyna að fórna höndum til bænar«. Á morgun: Kl. 10 Sunnudagaskólinn. — 2 V.-D. (Drengir 7—10 ára.) — 4 Y.-D. (Drengir 10—13 ára). — 6 U.-D. (Piltar 14—17 ára). BARNABÓKIN „FANNEY" fæst í Emaus og fleiri bókaverzlunum, bæði einstök hefti á 1 kr. og öll heftin (5) skraut- bundin á 7 kr. Úrvalssögur, kvæði, myndir og skrítlur. — Skemtilegasta afmælisgjöf. ’ Otgofandi: Bókaverzlunin Emaus — Prentim. Ljóiberam.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.