Ljósberinn


Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 299 Sacja eftir Guiirunu Cáicusdottuv: »»4«^ fyrír______ „Ljósberann" Rúna litla lá grafkyr þar sem frænka hennar hafði lagt hana. Hún tók ekki undir þegar frænka hennar ávarpaði hana, og hún vatt höfðinu undan, er hún klappaði henni á vangann eða strauk hendinni um kollinn á henni, en augun störðu út í bláinn. Frú Steinvör hafði búið sér sæti á stól fyrir aftan rúmið, þaðan gat hún veitt eftirtekt öllum hreifingum barns- ins, og ekki verður annað sagt en að frúin vekti yfir þeim með sérstakri al- úð og gaumgæfni. Ekkert fór framhjá henni, örlítið andvarp, smáhræring á hönd eða fæti, hvort Rúna hafði aug- un opin eða lokuð, ekkert af þessu duld- ist hinum árvökru augum frúarinnar. Hún hafði dregið gluggatjöld fyrir gluggana, og byrgt úti það sem eftir var af birtu dagsins; ljós kveikti hún á nátt- lampanum, og setti hann á borðið í horn- inu; hún hafði gert alt, sem í hennar valdi stóð, til þess að hæna að blund- inn, sem hún vissi að bezt gat líknað Rúnu liflu. En þrátt fyrir allar til- raunir hennar var svo að sjá að svefn- inn léti á sér standa, því í hvert skifti sem frúin laumaðist að rúminu og leit á barnið, mætti henni sama hrelda, starandi augnaráðið, sem skaut henni ógurlegri skelk f bringu, því oftar sem hún sá þau. Hljótt var úti og inni. Eina hljóðið, sem barst henni að eyrum var seitlið í litlu lækjarsprænunni, sem kom ofan úr hlíðinni og rann fram hjá gamla hús- inu. Og seitlið í læknum leiddi huga frúarinnar að gamla húsinu. Frú Stein- vöru gramdist það, að vísu, því fátt var henni ógeðfeldara umhugsunarefni en gamli, ljóti kofinn, sem var henni sannkallaður þyrnir í augum. Eina bótin var að það var hægðar- leikur að láta rífa hann og jafna við jörðu! Það ætlaði hún sér líka að láta gera, jafnskjótt og því yrði við komið, og reisa á lóðinni fallegt sumarhús í fall- egum blómagarði. Mikill yrði sá munur! I huganum sá hún húsið og blóma- garðinn og Rúnu litlu hoppandi af kæti með fullar hendur af fegurstu blóm- um úr blómagarðinum! — Yar það ann- ars ekki gott að frúnni tókst að hugsa um eitthvað annað en veikindin hennar? Hún fór út að glugganum, lyfti gluggatjaldinu frá og leit út. Gamla húsið blasti við henni. I stafn- glugganum týrði ljós, það bærðist í and- varanum, er lagði inn með brotnu rúð- unni, sem tusku hafði verið troðið í. Og fyrri innan gluggann sá hún Oddnýju gömlu. Hún stóð þar og starði á sýslu- mannshúsið, eins og þegar barn horfir á það sem það óttast eða undrast. Ljósbjarminn féll á fölt andlitið og hvítt hárið, og sýndi, þótt daufur væri, þreytu og angistarsvipinn á andliti gömlu konunnar. Veslings gamla konan! Frú Steinvör fann alt í einu til með

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.