Ljósberinn


Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 6
302 LJÖSBERINN laust leggingunum af fínu kjólunum sín- um; hún ætlaði alls ekki að vera í þeim, þegar hún kæmi heim aftur. Svo var mál með vexti, að Þyrí þótti svo innilega vænt um að finna upp ein- hvern góðan og rólegan leik handa Pétri, því að hann var svo dæmalaust þolin- móður. Hún hafði aldrei látið sér í hug koma að hún gæti gjört nokkurt gagn né verið til gleði nokkrum, eins og nú, er Maja kom með brúðurnar og Pétur vildi að þær væru klæddar eins og »leik- húss-fólk á markaðinum«. Þegar hún var búin með alla bún- ingana, og hafði klætt brúðurnar, og' þær voru farnar að dansa tryllingsdans- inn sinn við sönginn hans Péturs: »Kær- astan mín og ég« — þá kom, móður hans inn sorgdöpur í bragði, eins og hún var nú alt af; en óðara en hún heyrði Pét- ur syngja, brá björtu brosi yfir ásjónu hennar, Pétur var nú ekki lengur kyr- látur og þolinmóður, hann var nú að koma til sjálfs sín aftur. Hún strauk þakklátlega dökka og hrokkna hárið á Þyrí. »Ég held þú sért sköpuð til að vera hjúkrunarkona elsku litla Þyrí, þú get- ur blátt áfram gert kraftaverk,« sagði hún. Þyrí roðnaði af gleði. Hún »Hrinu- kollan« og »Skæluskelin«, eins og bróð- ir hennar kallaði hana og jafnvel af öðrum líka, af því að henni var svo grátgjarnt — hún gat verið hjúkrunar- kona! Nú hugsaði hún sér að leggja reglulegt kapp á það; nú ætlaði hún að lesa upphátt og færa sjúklingnum á- vexti og blóm, eins og þær gjörðu í skáldsögunum. Og henni tókst líka raun- verulega að finna upp á mörgu þarna, er hún sat hjá rúminu hans á daginn. Og sjúki drengurinn, hann Pétur, var líka þakklátur og furðaði sig á öllu því ómaki sem hún gerði sér hans vegna. Og til .endurgjalds fyrir alla umhyggj- una sem honum var sýnd, fjörgaði hann alla upp með glaðlyndi sínu. Einu sinni sagði hann í gamni: »Það er mikið lán, að ég skuli vera svona duglegur að ganga á höndunum.« Það var þá verið að skifta um umbúðir um brunasárin »og það er víst ekkert sem getur verið því til fyrirstöðu að leggja þegar af stað?« Eðvarð, son prófasts lét sér líka mjög ant um sjúka drenginn. Hann hafði svo mikla ánægju að leggja umbúðir um brunasárin, að honum bláitt áfram leidd- ist, ef hann var ekki svo snemma á fót- um á morgnana, að hann gæti komist til Péturs áður en skift væri á honum. Þegar mesta skelfingin var um garð gengin út af þessum djúpu brunasárum, þá þótti það heldur en ekki hrífandi að fylgja rás viðburðanna og sjá, hve svellaði að sárunum. Eðvarð lézt vera læknir og Pétur lá og þráði komu hans. Eðvarð leit á tung- una í honum, tók á slagæðinni ög stakk upp á hinu furðulegasta matarhæfi, það er að skilja: Hann lét Pétur alt af segja sér fyrst, til um það; lýsti Pétur því þá gjarna yfir með drafandi bænarrómi, að sig sárlangaði svo í óþroskaða ávexti, baunabelgi, nýtínd rauðber og annað allóvenjulegt sjúkrafæði. Að því búnu leit Eðvarð aftur á tunguna og tók upp úrið sitt, sem staðið hafði meira en árs- tíma, eða frá þeim sama degi, sem hann fékk það, og leit á það næsta al- varlegur, og tók um úlnliðinn á Pétri og taldi æðaslög'in. Síðan lýsti hann því yfir alldræmt, að sjúklingurinn mætti fá peru eða epli, tvær matskeiðar af hýðisbaunum eða rauðber á smádiski. Eðvarð var reglulega í essinu sínu við rúm sjúklingsins, hann var kátur og fann upp á mörgu og virtist vera efni í góðan sjúkrahjúkrara. En hann var alt of gefinn fyrir að gera tilraunir. Einn dag'inn var óp mikið og busl við

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.