Ljósberinn


Ljósberinn - 30.12.1933, Síða 2

Ljósberinn - 30.12.1933, Síða 2
390 LJÓSBERINN Hann getur sagt nei á morgun, herra, tefjið ekki, komið með, nú liggur á.« Kristniboðinn athugaði, hvelengi hann gæti frestað móttökuförinni; komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann gæii farið skyndiför til höfðingjans og talað fá- ar stundir við þenna mann, sem alt til þessa hafði fjandskapast við allan krist- indóm, en kallaði hann nú á sinn fund. Þá réð hann af að fara með sendimönn- unum í Jesú nafni. En á leiðinni námu þeir alt í einu staðar, fullir skelfingar og horfðu fram undan sér. Þeir sáu þá hvar hýena stóð í miðri götu og starði á þá. Ekki þorðu þeir, þó vopnaðir væru, að ráðast á villidýr þetta, enda töldu landar þeirra hýenuna heilaga skepnu. Þeir hurfu tvisvar til baka, en hún stóð á sama stað eins og þúfa. Kristniboðinn vildi þá skjóta hýenuna, en þeir vildu ekki leyfa honum það. Svona leið tím- inn og kristniboðinn varð að hverfa heim aftur að lokum. Þegar kristniboðinn var að koma úr móttökuförinni og hjónin með honurn, þá kom höfðinginn sjálfur til hans og fleygði sér fyrir fætur honum og sagði; »Nú kem ég sjálfur til að heyra þig segja frá þeim Guði, sem þú þjónar. Því að nú veit ég að hann hefir varð- veitt þig. Eg var þér reiður og stóð ótti af þér. Og á bak við klettinn á veg- inum niðri í dalnum, þar sem hýenan stóð, sat ég einmitt fyrir þér með mönn- um mínum og ætluðum að lífláta þig-. Og til þess sendi ég mennina á þinn fund, að ég gæti náð tökum á þér. Þú sást nú sjálfur hvernig hýenan stemdi þér stiginn. Hún flúði ekki, þó vér æpt- um, fyr en þú snerir aftur heim á leið. Þinn Guð hlýtur að vera mikill og vitur.« Höfðinginn og menn hans urðu síðan alvörugefnir kristnir menn. Og á þenna hátt fengu kristniboðarnir nýja og dá- samlega sönnun fyrir því, að Guð hélt verndarhendi sinni yfir þeim. Eina eldspýtan. Drummond prófessor segir svo frá: Fyrir nokkrum árum ferðaðist ég vestur um Atlantshaf. Einu sinni stóð ég á þiljum ásamt nokkrum farþegum öðrum síðla á kveldi. Kom þá skipstjóri til okkar og sagði okkur frá einkennilegu atviki, sem fyrir hann kom þá eigi alls fyrir löngu. Á skipi því, er hann stýrði, brotnaði skrúfan skyndilega Til þess að gera við hana, var öxullinn dreginn út; en af því að opinu á öxilgöngunum yar ekki lokað nógu snemma, þá streymdi sjór- inn inn um það og að fám mínútum liðn- um tók skipið að sökkva. Þá var losað um björgunarbátana og þeim hleypt nið- ur, og skipstjóri steig niður í bát, sem þegar var ofhlaðinn af fólki. Þ'að var nótt og myrkur og stormur samfara og lítil björgunarvon. En er leið fram á nóttina, sáum við ljós glampa og urðum þess vísir, að það var Ijós- kerið á gufuskipi sem var að færast. nær. En hvernig áttu nú skipbrotsmenn- irnir að gefa sig í Ijós? Leitað var í bátnum og þá fanst ljósker með litlum kertisstúfi. En nú vantaðí eldspíturnar. Allir rótuðu þá í vösum sínum en það var til einskis; ekki ein einasta eld- spýta var finnanleg. Skipstjóri kallaði til þeirra gegnum rokið: »Leitið einu sinni til! Snúið um fóðrinu í öllum vösum yðar! Og svo var gert. Og þá fann einn eina einustu eld- spýtu. Hann fékk skipstjóra eldspýtuna og hásetarnir slógu hring um hann og héldu upp síðtreyjum sínum, til þess að hlé

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.