Ljósberinn


Ljósberinn - 30.12.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 30.12.1933, Blaðsíða 6
394 L JÓSBERINN Hún varð æði brosleit og’ gekk til móts við hann í fordyrinu. »Góðan daginn, frú góð!« sagði hann glaðlega. »Ég kalla að þér hafið fengið gestinn með skipinu í gær — svona lika dömu!« »Mættuð þér henni þá, sýslumaður?« sagði Þórunn og þótti bera vel í veiði að tala um svartklæddu konuna við sýslumanninn. »Ég sá hana svona út undan mér!« sagði sýslumaðurinn og hló. »Ég horfi ekki á kvenfólkið öðruvísi nú orðið, Þór- unn mín.« »Ekki það!« svaraði Þórunn. »Og hvað sýndist yður — er hún ekki rétt lagleg- ur kvenmaður?« »Sei, sei, jú!« svaraði sýslumaðurinn. »Annars tók ég mjög lítið eftir henni, eins og þér skiljið.« »Hún hefir skrifað nafnið sitt í gesta- bókina,« sagði Þórunn. — »Sjáið þér til, hvað hún heitir.« »Miss Dina Jochums!« las sýslumað- urinn upphátt, er Þórunn hélt bókinni fyrir framan hann. »Ameríkukvenmaður — auðsjáanlega! Einhver, sem er að heimsækja gamla landið -------- En meðal annara orða, frú Þórunn, — vantar yður ekki vinnu- konu? — Þér verðið hissa á spurning- unni, sé ég er, - en það er nú svona, að mér þætti vænt um, ef að þér gæt- uð tekið stúlku í vinnu um tíma. Hún var hjá okkur — sjáið þér til — en þeim samdi ekki allskosta, systur minni og henni, og svo lét systir mín hana fara af heimilinu; síðan hefir hún verið vinnulítil, stúlku-greyið. Sem stendur er hún í gamla húsinu, en gömlu hjónin geta eiginlega ekki lofað henni að vera, þó þau geri það, og stúlkunni leiðist að hafa ekkert að gera. Hún hefir reynd- ar gengið í fiskvinnu og ýmislegt annað snatt, en hún vill heldur vera í fastri vist, og mér datt í hug, að færa þetta í tal við yður, þér hafið altaf nóg verk- efni handa kvenfólkinu.« »Svo ætti það nú að vera,« sagði Þór- unn. »Ekki sízt ef hún ílengist hérna, þessi ameríska frú. Ég kalla yður hugs- unarsaman, eða er þessi stúlka yður eitt- hvað vandabundin kannske?« »Nei, ekki er nú það,« svaraði sýslu- maðurinn. »En mér er heldur hlýtt til hennar, vegna hennar Rúnu litlu. Hún vildi vera henni góð, aumingja stúlkan. Og þess vegna vil ég gjarnan greiða götu hennar, — svo er hún líka ókunn- ug hérna.« »Það er bezt að ég athugi þetta, sýslumaður,« svaraði Þórunn. »Ég treysti yður til hins bezta,« sagði hann vingjarnlega, um leið og hann kvaddi Þórunni með handábandi, og gekk til dyra. Frh. Til Iróileiks 01 siemtunar. Eyja l«g-st í eyði. Um 80 km vestur af Hebrideseyjum er eyja ein, er St. Kilda heitir og er 14 fer- kilómetrar að stærð. Par hefir verið manna- bygð í meir en 1000 ár. Samgöngur milli hennar og annara landa hafa ekki verið nema 3—4 mánuði ársins, að sumarlaginu. Hefir því íbúunum þótt dauf vistin þar norð- ur í hafinu og hafa óskað þess við Breta- stjórn, að hún flytti þá burt þaðan, til megin- landsins. Var það gert árið 1930. Pá sendi stjórnin skip til að sækja þá, allan fénað þeirra og búslóð. Alls voru það 70 manneskjur, sem skiftast í 10 fjölskyldur. Sauðfjáreignin var 573 kindur og stórgripir 13. Aður en íbúarnir gengu á skip, fóru þeir I kirkju- garðinn, til þess að lita á leiði ástvina sinna í síðasta sinn, og gátu fæstir þeirra dulið, hve sárt þeim þótti að verða að hverfa A braut frá heimkynnum sínum. Aðeins einn lendingarstaður er við eyjuna og er ekki lendandi þar nema i góðu veðri_ PRBNTSMIÐJA JONS HELGASONAR

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.